Það er gaman að uppgötva nýjar leiðir og bara hluti af sjarmanum að villast aðeins. Góður búnaður getur gert góð hlaup enn betri og öruggari!
Æskilegt er að hlaupa í skóm sem eru sérstaklega hannaðir til að hlaupa í náttúrunni. Þeir nefnast gjarnan utanvega hlaupskór (e. trail running shoes). En við kjósum að kalla þá náttúruhlaupaskó.
Eins og með götuskó eru þeir til í alls konar útgáfum, alveg frá því að líkja sem mest eftir því að hlaupa berfættur í það að vera miklir skór með hámarks stuðningi, vörn og dempun. En það eru nokkrir hlutir sem almennt aðgreina náttúruhlaupaskó frá götuskóm. Þar má helst nefna:
Hlaupafatnaður í náttúruhlaupum er sá sami og í götuhlaupum. Ráðlegt er að vera í gerviefni frekar en bómul þar sem hann drekkur í sig svita og vatn. Fyrir vikið er hætt við að maður verði blautur og kaldur auk þess sem bómullinn þyngist meira þegar hann blotnar. Þunnar ullarflíkur virka líka vel fyrir þá sem kunna við ullina. Gott er einnig að hafa jakka sem er að miklu leyti vind- og vatnsþéttur, þunna húfu eða buff og vettlinga.
Í lengri „ævintýraferðum“ er nauðsynlegt að hafa vatn með sér. Til eru alls konar lausnir og þarf hver að finna út hvað hentar best. Hér á landi hafa belti um mittið með nokkrum litlum flöskum verið algengasta lausnin. Handheldar flöskur, sem eru þannig hannaðar að þær eru hálf-fastar við hendina, hentar öðrum betur.
Loks eru til vesti og bakpokar sem liggja þétt að líkamanum. Vatnið er þá geymt í mjúkum plastílátum með röri sem auðvelt er að nálgast og drekka þannig vatnið. Kosturinn við þessa bakpoka er að hægt er að hafa tiltölulega mikið vatnsmagn og auk þess má geyma síma, aukaflík, nesti og eitthvað slíkt í bakpokanum.
Hlaupafatnaður í náttúruhlaupum er sá sami og í götuhlaupum. Ráðlegt er að vera í gerviefni frekar en bómul þar sem hann drekkur í sig svita og vatn. Fyrir vikið er hætt við að maður verði blautur og kaldur auk þess sem bómullinn þyngist meira þegar hann blotnar. Þunnar ullarflíkur virka líka vel fyrir þá sem kunna við ullina. Gott er einnig að hafa jakka sem er að miklu leyti vind- og vatnsþéttur, þunna húfu eða buff og vettlinga.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields