Laugavegsnámskeið
Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2024!
Laugavegsnámskeið
starts after
Laugavegsnámskeið náttúruhlaupa
Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í sjötta skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Námskeiðið stendur yfir í 15 vikur. Fyrsta sameiginlega æfingin verður 3. apríl og stendur námskeiðið fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 13. júlí 2024.
Umsjón: Elísabet Margeirsdóttir


Fyrirkomulag námskeiðsins
- Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða aðgengilegar í gegnum Sportabler appið.
- Æfingaáætlun eftir getu er gefin út vikulega. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-4x í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. Þjálfarar aðstoða þátttakendur að samtvinna æfingaáætlun við aðra hreyfingu og rútínu.
- Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á Laugavegshlaupið 2024.
Æskilegt er að þátttakendur…
- Hafi hlaupið reglulega í nokkur ár og fram að námskeiðinu.
- Hafi nýlega tekið þátt í lengri utanvegahlaupi (Fimmvörðuhálshlaupinu (28km) eða sambærilegu utanvegahlaupi, 25-30km).
- Séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við stóra og skemmtilega hlaupaáskorun.

Til að tryggja góðan árangur í Laugavegshlaupinu er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap!
Innifalið í námskeiðinu:
- Eitt langt upplifunarhlaup í getuskiptum hópum á viku.
- Ein sameiginleg gæðaæfing á viku.
- Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti (notum Sportabler til að miðla upplýsingum um sameiginlegar æfingar).
- Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið.
Æfingaplan sent út vikulega. - Tvö fræðslukvöld
- Æfingaferð í Landmannalaugar með þjálfurum (þátttakendur greiða gjald fyrir rútu og aðstöðu).
ATH. nokkur laugardagshlaup verða hlaupin á eigin vegum eða með færri þjálfurum. Þátttakendur fá að vita um þær dagsetningar með góðum fyrirvara.
Laugavegsnámskeið (14 vikur): 58.900 kr.
Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 48.900 kr.
Umsjón og þjálfun
Tímasetning æfinga
Q&A
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.
Í SPORTABLER APPINU:
1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í VAFRA (TÖLVU):
1.Farið í vafra og inn á síðuna sem þið keyptuð námskeiðið: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.
Street running shoes are sufficient in many cases, but we recommend that people invest in natural running shoes (trail shoes or off-road shoes). Nature running shoes are designed to provide good protection for the feet and grip better on e.g. wet stones, mud or loose gravel. In such cases, they are essential safety equipment.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173