The Running Community
Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir vana hlaupara eða þá sem hafa farið á grunnnámskeið og vilja halda áfram að stunda hlaup í náttúrunnni í skemmtilegum félagsskap.
Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu. Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir.
Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur Hlaupasamfélagins valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg en krefjandi hlaupaverkefni.
Lengd hlaupa á upplifunaræfingum eftir hópum
6-9km
Gull-gulur
6-9km
Appelsínugulur
9-12km
Vínrauður
12-15km
Svartur
15-18km
Silfurgrár



Áskriftarleiðir
Ársáskrift að Hlaupasamfélaginu er hagstæðasta leiðin til að taka þátt í Hlaupasamfélaginu. Auk aðgangs að Hlaupasamfélaginu fá áskrifendur árlega gjöf, vildarkort og afslátt af hlaupaferðum og mörgum námskeiðum Náttúruhlaupa.
Hægt er að velja um tvær greiðsluleiðir: Eingreiðsla (54.900 kr) eða mánaðargreiðslur (4.900 kr á mánuði í 12 mánuði). Það sama er innifalið í báðum geiðsluleiðum. Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé henni ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á [email protected]
Mánaðaráskrift án bindingar er upplögð leið ef þú vilt prófa að vera með í Hlaupasamfélaginu eða vera aðeins ákveðin tímabil. Áskriftin hefst við skráningu og endurnýjast sjálfkrafa á mánaðarfresti nema að áskriftinni sé sagt upp.
- Lágmarksbinding er 1 mánuður frá skráningu.
- Segja má áskriftinni upp hvenær sem er með því að senda póst á [email protected] Áskriftin er virk frá uppsögn og út þann mánuðinn (tímabilið miðast við nýskráningu, ekki mánaðarmót).
- Árleg gjöf, vildarkort Náttúruhlaupa og sérverð á ferðum og námskeiðum er ekki innifalin í þessari áskriftarleið.
Innifalið fyrir árs áskrifendur
- Vikuleg upplifunarhlaup þar sem hægt er að hlaupa með fimm mismunandi hópum á laugardagsmorgnum. Alltaf nýr upphafsstaður og hlaupaleið í hverri viku.
- Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Gæðaæfingar fara fram miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 17:30-18:30 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.
- Fjallahlaupaæfingar eru á fimmtudögum kl. 17:30.
- Frjálst er að mæta á eins margar æfingar í viku og fólk vill en þátttakendur skrá sig á æfingarnar með nokkurra daga fyrirvara. Æfingar í Hlaupasamfélaginu fara ekki fram á rauðum dögum eða í júlí og ágúst.
- Sérverð í ákveðin keppnishlaup og undirbúningsnámskeið.
- Gjöf merkt Náttúruhlaupum (afhent að vori til).

- Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
- Sérverð á flestum hlaupaferðum Náttúruhlaupa.
- Mánaðaráskrift án bindingar: Aðgangur að öllum æfingum Hlaupasamfélagsins en gjöf, vildarkort og sérverð er ekki innfalið.

Upplifunaræfingar á laugardögum
- Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á Höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess.
- Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman.
- Boðið er upp fimm getuskipta hópa og er miðað við að æfing sé um 1,5 klst.
- Ekki þarf að binda sig við sömu vegalengdina hvern laugardag en velja þarf hóp með tilliti til hraða og getu
Gæðaæfingar
- Gæðaæfingar eru alltaf miðsvæðis og eru þær 1 klst. að lengd. Þar er lögð áhersla á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakendur stýra ákefðinni upp að vissu marki.
- Boðið er upp á fimm gæðaæfingar í viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 17:30-18:30. Fimmtudagsæfingin er fjallahlaupaæfing.
- Þátttakendum er velkomið að mæta á fleiri en eina gæðaæfingu í viku.

Tímasetning æfinga
6-9km
Gull-gulur
6-9km
Appelsínugulur
9-12km
Vínrauður
12-15km
Svartur
15-18km
Silfurgrár
Gull-gulur
6-9km
Yfirleitt sama vegalengd og appelsínuguli hópurinn hleypur nema hægari yfirferð. Hugsað fyrir þá sem koma úr gulum hóp af grunnnámskeiði.
Appelsínugulur
6-9km
Mjög þægilegur hraði og gengið upp flestar brekkur.
Vínrauður
9-12km
Þægilegur hraði og gengið upp lengri brekkur. Hentar mörgum sem koma úr rauðum hóp af grunnnámskeiði.
Svartur
12-15km
Nokkuð þægilegur hraði en færri stopp á leiðinni en hjá vínrauðum. Vanir hlauparar sem koma af grunnnámskeiði geta prófað svarta hópinn.
Silfurgrár
15-18km
Þessi hópur hentar vönum utanvegahlaupurum. Hópurinn hleypur hraðar en sá svarti og er lítið stoppað. Fólk þarf að kunna að fylgja GPS slóð ef teygist úr hóp þar sem aðeins einn leiðtogi hleypur með hópnum.
Hvaða hópur hentar mér?
Þú bindur þig bara einn laugardag í einu og getur alltaf skráð þig í annan hóp næst.
Ef þú ert í vafa, má alltaf senda okkur línu á [email protected] eða spyrja þjálfarana okkar.
Myndasafn af æfingum okkar
Q&A
Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.
- Til að velja hóp sem hentar, má endilega prufa sig áfram. Fyrir hvern laugardag, skrá náttúruhlauparar sig í hóp. Það má því alltaf breyta um hóp næsta laugardag.
- Í öllum hópum, nema silfurgráum og gullgulum, eru tveir leiðtogar. Gullgulir halda hópinn vel, þar er gengið og hlaupið til skiptis og mörg upplifunarstopp tekin.
- Silfurgrár er hópur fyrir mjög vana hlaupara og eru iðkenndur í þeim hópi hvattir til að vera með GPS track sjálfir og þeim frjálst að fara á undan leiðtoganum.
- Í hinum þrem hópunum (appelsínugulum, vínrauðum og svörtum), eru leiðtogar fremst og aftast og engin skilinn eftir nema í samráði við iðkandann. Ef iðkandinn er iðulega fremstur í hóp og væri til í að fara aðeins hraðar eða finnst stoppað of lengi, er tilvalið að prufa hópinn fyrir ofan og sjá hvort hann henti betur.
- Eins ef iðkandinn er einn með leiðtoga aftast og dregst stöðugt aftur úr hópnum, er æskilegt að færa sig í hóp sem fer hægar.
- Viðmiðið er að fremstu appelsínugulu og öftustu vínrauðu séu á svipuðum hraða og svo koll af kolli. Allir fá þannig svipaðan tíma á fótum eða svipaða erfiða æfingu miðað við form, burtséð frá vegalengd.
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.
Í SPORTABLER APPINU:
1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í VAFRA (TÖLVU):
1.Farið í vafra og inn á síðuna sem þið keyptuð námskeiðið: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.
Street running shoes are sufficient in many cases, but we recommend that people invest in natural running shoes (trail shoes or off-road shoes). Nature running shoes are designed to provide good protection for the feet and grip better on e.g. wet stones, mud or loose gravel. In such cases, they are essential safety equipment.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173
Laugardagsæfingar hlaupasamfélagsins eru þannig hugsaðar að allir fái 90 mínútna hlaup/hreyfingu burtséð frá hvaða vegalend hentar þeim/hversu langt þeir fara á þessum tíma. Allir eru því svipað lengi á fótum á æfingunni.
Einnig má alltaf auka vegalendina með því að fara sjálf/ur auka hring fyrir eða eftir æfinguna og margir gera það.