Náttúruganga

Náttúruganga er fyrir fólk sem vilja njóta þess að ganga fjölbreyttar og fallegar leiðir á höfuðborgarsvæðinu í góðum félagsskap.

Ekki er um langar og erfiðar fjallgöngur að ræða. Náttúrugangan er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk sem er að koma sér af stað í hreyfingu, hleypur ekki eða er að vinna sig upp í að geta hlaupið og stefnir t.d. á að fara á grunnnámskeið í Náttúruhlaupum síðar. Í náttúrugöngunni nýtur fólks þeirra góðu áhrifa sem hreyfing í náttúrunni hefur líkt og á hlaupum.

Æfingar í Náttúrugöngu:

Upplifunarganga á laugardögum kl. 09:00.  Gengið er um 4-7 km á mismunandi stöðum.

Gæðaganga á miðvikudögum kl. 17:30-18:30.  Hist miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning er hafin. Fyrsta æfingin hefst MIÐVIKUDAGINN 4. september 2024.

Til 30. september fæst 50% kynningarafsláttur af fyrsta mánuðinum í mánaðaráskrift án bindingar með kóðanum: NATTURUGANGA2024

Náttúruganga Áskriftarleiðir

Ársáskrift
kr 5.200
á mánuði
Ársáskrift að Náttúrugöngu er hagstæðust. 

Hægt er að velja um tvær greiðsluleiðir:

Eingreiðsla (57.900 kr)
Mánaðargreiðslur (5.200 kr á mánuði í 12 mánuði).

Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé henni ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á [email protected]. Athugið að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.
Registration
Mánaðaráskrift
kr 8.900
á mánuði
Mánaðaráskrift án bindingar er upplögð leið ef þú vilt prófa að vera með í Náttúrugöngu eða vera aðeins ákveðin tímabil.

Áskriftin hefst við skráningu og endurnýjast sjálfkrafa á mánaðarfresti nema að áskriftinni sé sagt upp.

Verð: 8.900 kr. á mánuði.

Athugið að sérverð á ferðum, námskeiðum og keppnum, vildarkort ársáskrifenda og árleg gjöf er ekki innifalið í þessari leið.
Registration

Innifalið fyrir ársáskrifendur

Vikulegar upplifunargöngur þar sem farnar eru fjölbreyttar leiðir á höfuðborgarsvæðinu með leiðsögufólki úr þjálfarateymi Náttúruhlaupa. Alltaf nýr upphafsstaður og gönguleið í hverri viku.
Vikulegar gæðagöngur. Gæðagangan fer fram miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 17:30-18:30
Með áskriftinni fylgir aðgangur að Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Áhugasamir geta því prófað að fara t.d. með Gullgulum hóp sem er hægasti hlaupahópurinn. 
Æfingar í  Náttúrugöngu og Hlaupasamfélaginu falla niður á flestum stórhátíðardögum en æfingar á almennum frídögum geta verið með breyttu sniði. Í júlí og ágúst eru æfingar kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum (sumaræfingar með breyttu sniði).
50% afsláttur af Grunnnámskeið Náttúruhlaupa (byrjenda hlaupanámskeið) ef þú ert í ársáskrift.
Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
Gjöf merkt Náttúruhlaupum (afhent á vorin/sumrin).
Mánaðaráskrift án bindingar: Aðgangur að öllum æfingum Náttúrugöngu og Hlaupasamfélagsins en gjöf, vildarkort og sérverð er ekki innfalið.

Upplifunarganga á laugardögum

Við göngum á mismunandi stöðum í náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. 
Á upplifunargöngum gengur fólk og er áherslan að njóta og hafa gaman. Hraðinn miðast við hægustu þátttakandendur.
Reglulega verður möguleiki að prófa að hlaupa með Gullgulum hóp Hlaupasamfélagsins en sá hópur gengur og skokkar til skiptis sömu eða svipaða leið og náttúrugöngufólk.

Gæðaganga

Gæðagöngur eru miðsvæðis á miðvikudögum á milli kl. 17:30 - 18:30 
Á gæðagöngum er aukin áhersla á röska áfanga á stígum og upp brekkur.

Tímasetning æfinga

Upplifunargöngur
  • Laugardagur kl.9:00
Gæðagöngur
  • Miðvikudagur kl.17:30
Lengd á Upplifunargöngum
4-7km

Skráning á æfingar

Áskrifendur skrá sig á æfingar í Sportabler appinu eða í tölvu/vafra með því að smella á hnappinn.
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields