Ultra námskeið
Ultra námskeið Náttúruhlaupa hefur verið haldið síðast liðin þrjú ár og er ætlað vönum hlaupurum sem hafa mikla reynslu af utanvegahlaupum og stefna á lengri utanvegahlaup (50km+).
Við kynnum Ultra námskeið Náttúruhlaupa fimmtudaginn 24. Nóvember kl. 19:30 í verslun 66°Norður Faxafeni. Sjá Facebook event.
Ultra námskeið
starts after
Um er að ræða einstaklingsmiðaða hópþjálfun sem fer fram í fjarþjálfun en þátttakendur nýta sér sameiginlegar æfingar Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa. Námskeiðið hefst 1. febrúar og stendur yfir í fimm mánuði. Frá og með apríl verður vikuleg gæðaæfing aðeins fyrir Ultra námskeiðið.
Sérstakt Laugavegsnámskeið er haldið fyrir þá sem að stefna á Laugavegshlaupið 2023
Meira um námskeiðið
Námskeiðið stendur samtals yfir í 5 mánuði og þurfa þátttakendur að binda sig í minnst þrjá mánuði.
Um er að ræða einstaklings miðaða hópþjálfun sem fer fram í fjarþjálfun en hlaupari nýtir sér sameiginlegar æfingar Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa.
Í febrúar og mars er áhersla á að byggja upp styrk, snerpu og reglulega iðkun sem er lykilinn að árangri í ultra hlaupi. Þátttakendur fylgja æfingaplani og sækja þær gæðaæfingar sem að eru lagðar til hverju sinni.
Löngu hlaupin eru tekin með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, og yfirleitt með Silfurgráa hópnum. Hver og einn hleypur á sínum hraða en krafa er um að geta fylgt GPS trakki. Silfurgrái hópurinn er hraður hópur en þeir sem að skrá sig í Ultra námskeiðið hlaupa sömu vegalengd en á sínum hraða. Þjálfari er með hópnum en ekki þessi sama umgjörð og aðrir hópar Hlaupasamfélagsins bjóða upp á (þe það sé fremstur og aftasti leiðtogi). Þátttakendur þurfa að kunna að hlaupa eftir GPS trakki en ekki þarf að kunna það í byrjun námskeiðsins, en þetta er eitt af því sem að þátttakendur fá þjálfun í.
Frá apríl bætist við lokuð gæðaæfing fyrir Ultra námskeiðið á miðvikudögum kl. 17:30. Áhersla verður á sérhæfðari undirbúning. Á þessu tímabili verða einstaka laugardagsæfingar teknar sér með Ultra námskeiðinu, þegar við á.
Æfingaáætlun verður gefið út eina til tvær vikur í senn. Æfingaáætlunin verður uppsett í æfingaforritinu Training Peaks.
Almennum upplýsingum verður miðlað á lokuðum Facebook hóp Ultra námskeiðsins og æfingum á Sportabler.
Q&A session og fyrirlestrar verða reglulega allt tímabilið þar sem áhersla er á fræðslu tengda ofurhlaupaþjálfun, næringu og búnaði.
Námskeiðið er fyrir vana hlaupara sem hafa töluverða reynslu af utanvegahlaupum. Hafa hlaupið reglulega (4-5 klst á viku) og vanir lengri hlaupaæfingum (>1,5-2 klst)
Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem eru að stefna á ofurhlaup á tímabilinu apríl til júní 2023. Ekki er gerð krafa um ákveðinn hraða á þessu námskeiði.
Hver er æskileg reynsla fyrir það keppnishlaup sem ég stefni á?
- Þátttakendur sem stefna á 50km ofurhlaup hafi lokið a.m.k. einu 20km+ löngu keppnishlaupi utanvega árið 2022 eða fyrr.
- Þátttakendur sem að stefna á lengri ofurhlaup 50 mílur – 100km að hafa lokið a.m.k tveimur 50km keppnishlaupum utanvega og a.m.k einu 100km hlaupi ef stefnan er sett á 100mílur.
Hvað þarf að eyða miklum tíma í æfingar?
- Þeir sem að stefna á 50km-50mílur þurfa að vera tilbúnir að stunda hlaup í allt að 6klst yfir 3 vikna tímabil og fyrir þá sem stefna á 100km+ allt að 9 klst yfir 6 vikna tímabil.
Á sameiginlegum æfingum er þjálfari en þjálfari er ekki endilega fremstur og/eða aftastur. Það er því lögð áhersla á sjálfstæði þátttakenda á þessu námskeiði og gerð krafa um að þátttakendur geti fylgt GPS trakki. Hægt verður að fá góðar leiðbeiningar um rötun fyrir þá sem kunna það ekki nú þegar.
Sérstakt Laugavegsnámskeið er haldið fyrir þá sem að stefna á Laugavegshlaupið 2023.
Langi túrinn er á laugardögum kl. 9:00. Þessar æfingar eru stílaðar inn á fjölbreyttar náttúruleiðir á þægilegum hraða. Gera má ráð fyrir að hver æfing sé um 18-30km og taki 2,5-5klst (lengra fyrir þá sem stefna á 100km+).
Gæðaæfingar Ultra námskeiðsins (byrja í apríl) verða á miðvikudögum kl. 17:30 og verður lögð áhersla á endurtekningar, hraða, brekkur o.fl. Þessar æfingar taka yfirleitt frá 60-90 mín með upphitun og niðurskokki. Einstaka sinnum verða gerðar léttar styrktaræfingar.
Ef veðurspá og/eða færð er mjög slæm, t.d. appelsínugul viðvörun eða mikil hálka á helstu leiðum, geta sameiginlegar æfingar fallið niður eða þær færðar til (fólk hleypur þá á eigin vegum eftir áætlun/leiðbeiningum þjálfara).
Þjálfari er á öllum sameiginlegum æfingum og stýrir upphitun, útskýrir æfinguna og hleypur með hópnum. Þjálfari er ekki endilega fremstur og/eða aftastur á löngu æfingunum. Það er því lögð áhersla á sjálfstæði þátttakenda á þessu námskeiði og gerð krafa um að þátttakendur geti fylgt GPX trakki. Hægt verður að fá góðar leiðbeiningar um rötun fyrir þá sem kunna það ekki nú þegar.
Upplýsingum verður miðlað á lokuðum Facebook hóps Ultra námskeiðsins og æfingum á Sportabler.
Hver mánuður í Ultra námskeiðinu kostar 19.900 kr. (innifalið í því er aðgangur að öllum æfingum Hlaupafélags Náttúruhlaupa).
Áskrifendur í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa greiða 14.900 kr.
Lágmarksbinditími í Ultra námskeiðinu eru þrír mánuðir. Hægt er að koma inn í námskeiðið 1. febrúar, 1. mars eða 1. apríl.
Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 30 þátttakendur.
Upplifun þátttakenda af námskeiðinu
Náttúruhlaup hafa gjörbreytt því hvernig ég hugsa um helgarnar. Löng hlaup um helgar í góðum félagsskap er nefnilega besta djammið.
Náttúruhlaup hafa gjörbreytt því hvernig ég hugsa um helgarnar. Löng hlaup um helgar í góðum félagsskap er nefnilega besta djammið.
Tímasetning æfinga
Q&A
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.
Í SPORTABLER APPINU:
1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í VAFRA (TÖLVU):
1.Farið í vafra og inn á síðuna sem þið keyptuð námskeiðið: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173