Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi náttúruleiðir á höfuðborgarsvæðinu eða útjöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Til að gera hlaup að lífsstíl, þarf að hafa gaman af þeim!
Dagar Dagur
Hrs Hrs
mín Mín
seconds second
Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn) og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum (rauði hópurinn).
Fyrir fólk sem hefur áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur, bendum við á hlaupasamfélagið þar sem allir ættu að finna hóp sem hentar. Vanir hlauparar, sem hafa ekki áður tekið þátt í námskeiði en hafa mikla reynslu af hlaupum í náttúrunni, geta líka farið beint í hlaupasamfélagið.
Við mælum ekki með að reynslulitlir hlauparar eða hlauparar sem hafa ekki reynslu af hlaupum í náttúrunni fari beint í hlaupasamfélagið. Best er að fara fyrst á námskeið þar sem utanumhald og fræðsla er meiri.
Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Það er gengið og hlaupið til skiptis. Forkröfur er að geta gengið 5 km . Viðmiðunarmarkmið er að skokka stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins.
Næsta gula námskeið 11. janúar. Æfingar á laugardögum kl. 10:00 og fimmtudögum milli 17:30-18:30.
Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang. Einnig götuhlaupara sem eru að færa sig yfir í utanvegahlaup. Gert er ráð fyrir breidd varðandi hraða. Yfirleitt er farið 6-10 km. Forkröfur er að geta skokkað stanslaust í 45 mín.
Tveir rauðir hópar verða í boði í janúar og hefst annar 9. og hinn 12. janúar. Æfingar eru á fimmtudögum kl. 17:30 og mánudögum milli 17:30-18:30 eða á sunnudögum kl. 10:00 og þriðjudögum milli 17:30-18:30.
Til að tryggja góðan árangur er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap.
Hópurinn verður hvattur til að skrá sig í ýmsar æfingakeppnir á tímabilinu sem nýtist sem góður undirbúningur fyrir lokamarkmiðið.
Námskeið fást að fullu endurgreidd ef hætt er við það a.m.k. tveimur dögum áður en það hefst. Berast þarf tilkynning þess eðlis á [email protected]. Eftir að námskeiðið hefst, er gjaldið óendurkræft.
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir
Aðeins er hægt að ná í kvittun á PDF formi í gegnum tölvu eða vafra á síma.
Í appinu
1.Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í vafra(tölvu)
1.Farið í vafra og inn á síðuna: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.
It really depends on the individual, although most people find the backpacks more comfortable and have more space. All in all, for shorter runs in good weather it is enough to wear a running belt, but for winter runs it is good to have a running backpack and keep an extra hat and mittens as well as some energy in the bag.
Street running shoes are sufficient in many cases, but we recommend that people invest in natural running shoes (trail shoes or off-road shoes). Nature running shoes are designed to provide good protection for the feet and grip better on e.g. wet stones, mud or loose gravel. In such cases, they are essential safety equipment.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields