Laugavegsnámskeið og 5VH námskeið 2023

Kynning á námskeiðunum verður haldin í verslun 66°Norður Faxafeni fimmtudagskvöldið 17. nóvember kl. 19:30. Sjá Facebook viðburð.

Laugavegsnámskeið og 5VH námskeið 2023
Skráning er hafin á undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið og 5VH Trail Run Fimmvörðuhálshlaupið!

Undirbúðu þig fyrir þessi mögnuðu utanvegahlaup undir handleiðslu reyndra hlaupaþjálfara í skemmtilegum félagsskap. Sameiginlegar æfingar, sérhæfð þjálfun og fræðsla.

Fimmvörðuhálshlaupið gefur ITRA stig og er kjörin undirbúningskeppni fyrir þau sem stefna á Laugavegshlaupið 2024.

Laugavegsnámskeið
Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og verður haldið í sjöunda sinn á næsta ári. Námskeiðið býður uppá faglega handleiðslu, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2023!

Umsjón og þjálfun: Elísabet Margeirsdóttir hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Reynslumiklir þjálfarar koma að námskeiðinu og fylgja hverju getustigi.

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á að hlaupa Laugavegshlaupið 2023. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 29. mars og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 15. júlí 2023.

Nánari upplýsingar og skráning á Laugavegsnámskeiðið

ATH. Skráning í Laugavegshlaupið sjálft er opin til og með 16. nóvember á www.laugavegshlaup.is Skráning og skráningargjald í Laugavegshlaupið er ekki innifalin í undirbúningsnámskeiðinu.

5VH námskeið
5VH/Fimmvörðuhálsnámskeiðið er 15 vikna hlaupaprógram fyrir fólk sem vilja þjálfa sig upp í að taka þátt í 5VH hlaupinu 12. ágúst eða öðru 20-30 km utanvegahlaupi síðla sumars. Námskeiðið byggir á grunni hins vinsæla Laugavegsnámskeiðs, en fyrir hlaupara sem vilja spreyta sig á styttri vegalengd í utanvegahlaupunum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 27. apríl og stendur fram að 5VH hlaupinu 12. ágúst. Umsjón: Ingvar Hjartarson ásamt reynslumiklum þjálfurum.

Námskeiðið byggir upp góðan grunn fyrir þau sem stefna á Laugavegshlaupið eða lengri hlaup í framtíðinni. 5VH keppnin yfir Fimmvörðuháls í ágúst gefur ITRA stig og náðu öll sem tóku þátt bæði á námskeiðinu og 5VH hlaupinu þeim lágmarksstigum (370 stig) sem þarf til að skrá sig í Laugavegshlaupið.

Nánari upplýsingar og skráning á 5VH námskeiðið

Skráning í 5VH hlaupið opnar í nóvember og fá þátttakendur á 5VH námskeiðinu 15% afslátt af skráningargjaldinu.

Ultra námskeið Náttúruhlaupa

Ultra námskeið Náttúruhlaupa verður haldið í fjórða sinn á næsta ári. Námskeiðið er hugsað fyrir vana hlaupara sem stefna á önnur keppnishlaup (50km+). Það hefst 1. febrúar og stendur yfir í fimm mánuði. Umsjón: Rúna Rut Ragnarsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir.

Kynningarkvöld fyrir Ultra námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19:30 í verslun 66°Norður Faxafeni.

Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields