The Running Community

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir fólk sem elskar að hlaupa úti í náttúrunni í skemmtilegum félagsskap. Hvort sem þú vilt njóta hlaupa á eigin forsendum eða æfa markvisst fyrir utanvegahlaup. Við mælum með að byrjendur í hlaupum og/eða utanvegahlaupum fari fyrst á grunnnámskeið.

Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu!  Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir. 

Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur Hlaupasamfélagins valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg og krefjandi hlaupaverkefni skv. vikuáætlun. 

Lengd hlaupa á upplifunaræfingum eftir hópum

5-7km
Gull-Gulur
7-9km
Appelsínugulur
10-13km
Vínrauður
14-20km
Grár
14-20km
Grænn

The Running Community Áskriftarleiðir

Ársáskrift
kr 5.200
á mánuði
Ársáskrift að Hlaupasamfélaginu er hagstæðasta leiðin til að taka þátt í Hlaupasamfélaginu. 

Hægt er að velja um tvær greiðsluleiðir:

Eingreiðsla (57.900 kr)
Mánaðargreiðslur (5.200 kr á mánuði í 12 mánuði).

Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé henni ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á [email protected]. Athugið að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.
Registration
Mánaðaráskrift
kr 8.900
á mánuði
Mánaðaráskrift án bindingar er upplögð leið ef þú vilt prófa að vera með í Hlaupasamfélaginu eða vera aðeins ákveðin tímabil.

Áskriftin hefst við skráningu og endurnýjast sjálfkrafa á mánaðarfresti nema að áskriftinni sé sagt upp.

Verð: 8.900 kr. á mánuði.

Athugið að sérverð á ferðum, námskeiðum og keppnum, vildarkort ársáskrifenda og árleg gjöf er ekki innifalið í þessari leið.
Registration

Innifalið fyrir árs áskrifendur

Vikuleg upplifunarhlaup þar sem hægt er að hlaupa með fimm mismunandi hópum á laugardagsmorgnum. Alltaf nýr upphafsstaður og hlaupaleið í hverri viku.
Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Gæðaæfingar fara fram miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 17:30-18:30 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Ath. minna úrval æfinga í júlí og ágúst.
Fjallahlaupaæfingar eru á fimmtudögum kl. 17:30.
Styrktaræfingar í sal á sunnudögum
Frjálst er að mæta á eins margar æfingar í viku og fólk vill en þátttakendur skrá sig á æfingarnar með nokkurra daga fyrirvara.
Í vikulegum netpósti fá áskrifendur aðgang að æfingaáætlun fyrir hvern getuhóp (gull, appelsínugulur, vínrauður, grár og grænn).
Æfingar í Hlaupasamfélaginu falla niður á flestum stórhátíðardögum og æfingar á frídögum geta verið með breyttu sniði. Í júlí og ágúst eru æfingar kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum (sumaræfingar).
Sérverð í hlaupaferðir, ákveðin keppnishlaup og undirbúningsnámskeið.
Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
Gjöf merkt Náttúruhlaupum (afhent að vori til).
Mánaðaráskrift án bindingar: Aðgangur að öllum æfingum Hlaupasamfélagsins en gjöf, vildarkort og sérverð er ekki innfalið.

Upplifunaræfingar á laugardögum

Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á Höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. 
Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman.
Getuskiptir hópar þannig að allir fá svipaðan tíma á fótum þó vegalengdir séu mismunandi.
Ekki þarf að binda sig við sama hóp hvern laugardag en velja þarf hóp með tilliti til hraða og getu.

Gæðaæfingar

Gæðaæfingar eru flestar miðsvæðis og eru þær 1 klst. að lengd. Þar er lögð áhersla á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakendur stýra ákefðinni upp að vissu marki.
Boðið er upp gæðaæfingar mánudaga (öll getustig), þriðjudaga (öll getustig og hraðari hópar (Grár/Grænn) og miðvikudaga (öll getustig) kl. 17:30-18:30.
Á fimmtudögum kl. 17:30 er fjallahlaupaæfing fyrir öll getustig og fjallagæðaæfing (Grár/Grænn).
Á þriðjudags morgnum kl. 06:30 er farið Úlfarsfellið 
Áskrifendur geta mætt á fleiri en eina gæðaæfingu í viku, en við mælum með ákveðnum æfingum fyrir mismunandi getustig. 
Vikuleg hlaupaáætlun fylgir eftir því hvaða litakóðaða upplifunaræfing hentar sem þátttakendur geta stuðst við.

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
  • Laugardaga kl. 9:00
  • Frá 23. nóvember og til 24. janúar byrja upplifunarhlaup hjá gullgula, appelsínugula og vínrauða hópnum kl. 10:00.
  • Nýr fjólublár hópur hefur göngu sýna 23. nóvember. Hann fer sömu vegalengd og vínrauði og er á milli vínrauða og gráa í hraða.
Gæðaæfingar
  • Mánudaga kl.17:30
  • Úlfarsfell
    Þriðjudaga kl. 6:30
  • Þriðjudaga kl.17:30
  • Þriðjudaga kl.17:30
  • Miðvikudaga kl.17:30
  • Hlaupastyrkur
    Sunnudaga kl. 11:50
  • Hlaupastyrkur
    Sunnudaga kl. 13:00
Fjallaæfingar
  • Fjallahlaup
    Fimmtudaga kl.17:30
  • Fjallagæði
    Fimmtudaga kl.17:30
Lengd hlaupa á upplifunaræfingum
5-7km
Gullgulur
7-9km
Appelsínugulur
10-13km
Vínrauður
14-20km
Grár
14-20km
Grænn

Hópaskipting

Lengd og ákefð hópa á upplifunaræfingum.
Gull-gulur5-7km
Mjög rólegur og þægilegur hraði þar sem er gengið upp brekkur. Frábær hópur fyrir hlaupara sem vilja fara rólega og njóta allan tímann. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði.
Grár14-20km
Grái hópurinn fer aðeins hraðar yfir og lengra en vínrauði hópurinn. Í hópnum eru vanir hlauparar og mörg þjálfa reglulega fyrir utanvega- og ofurhlaup.
Appelsínugulur7-9km
Mjög rólegur og þægilegur hraði þar sem er gengið upp brekkur. Frábær hópur fyrir hlaupara sem vilja fara rólega og njóta allan tímann. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði.
Grænn14-20km
Græni hópurinn fer yfirleitt sömu vegalengd og grái hópurinn en fer hraðar yfir. Í hópnum eru vanir og hraðari hlauparar sem þjálfa fyrir utanvega- og ofurhlaup.
Vínrauður10-13km
Þægilegur hraði og gengið upp flestar brekkur. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði. Í hópnum eru einnig vanir hlauparar og mörg þjálfa reglulega fyrir utanvegahlaup.
Hvaða hópur hentar mér?
Þú bindur þig bara einn laugardag í einu og getur alltaf skráð þig í annan hóp næst. Ef þú ert í vafa, má alltaf senda okkur línu á [email protected] eða spyrja þjálfarana okkar.

Fólkið okkar

Við erum stolt af fólkinu okkar, þau endurspegla gildi Náttúruhlaupa: Lífsgleði - Fagmennska - Umhyggja. Það má kynnast þjálfurum og leiðtogum betur hér.

Skráning á æfingar

Áskrifendur skrá sig á æfingar í Sportabler appinu eða í tölvu/vafra með því að smella á hnappinn.
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields