Tour du Mont Blanc
Náttúruhlaup hlaupa upp á þessa vinsælu hlaupaferð í ágúst 2024!
Tour du Mont Blanc
starts after
Umhverfis Fjallið Hvíta
með Náttúruhlaupum
Farin verður hin sögufræga leið Tour du Mont Blanc (TMB) sem er einnig leiðin í frægasta utanvegahlaupi heims Ultra-Trail du Mt. Blanc (UTMB). Það kemur ekki á óvart að þeir sem hafa hlaupið á þessu magnaða alpasvæði fara aftur og aftur. Ferðin hentar öllum vönum hlaupurum hvort sem markmiðið er að njóta í botn eða nýta hana sem æfingaferð… eða bæði!
Leiðin sjálf er um 170km og heildarhækkun um 10.000 metrar. Í ferðinni verður farið yfir meirihlutann af leiðinni (120km+) og verður einblínt á fallegustu hluta hennar. Leiðin byrjar í Frakklandi en liggur svo yfir til Ítalíu á annarri dagleið og Sviss á hinni fjórðu. Síðasti hlaupadagurinn er ógleymanlegur þar sem Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann.

Hlaupið er um dali og fjallaskörð og hver dagur býður upp á nýja sýn á Mt. Blanc fjallgarðinum. Hópurinn gistir ýmist á hótelum og góðum skálum og verður farangri trússað á milli staða (fyrir utan einn dag). Það má því segja að þetta sé algjör lúxusferð í einu fallegasta landslagi í heimi þar sem við njótum stórfenglegrar náttúru á hlaupum. Fararstjórar ferðarinnar skipuleggja hvern dag þannig að allir nái að ferðast á þægilegum hraða. Suma daga getur hópnum verið skipt upp eftir því hversu hratt fólk vill fara. Miðað er við að allir klári hverja dagleið á svipuðum tíma. Það er fátt betra en að skála saman í skála eftir gott dagsverk
Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar hlaupurum með reynslu af undirbúningi fyrir lengri hlaup eða utanvegahlaup. Öll sem hafa æft með gráa eða græna hópnum í Náttúruhlaupum ættu að ráða vel við ferðina og flest í vínrauða hópnum með góðum undirbúningi.
Hraðinn verður þægilegur og það verður tryggt að allir njóti sín. Brattar brekkur eru á leiðinni og því skiptast dagleiðir upp í hlaup og göngu með reglulegum stoppum.
Ég er að fara í UTMB (OCC, CCC, TDS, UTMB) eða annað keppnishlaup í haust. Hentar ferðin mér? Já ferðin er upplögð fyrir alla sem eru að stefna á lengri fjallahlaup. Frábært tækifæri til að þjálfa sig að fara upp og niður langar brekkur og finna hvernig það er að hreyfa sig í þynnra lofti.
Hópurinn mun njóta leiðsagnar Önnu Sigríðar Arnardóttur og Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur. Þær þekkja svæðið mjög vel og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiðsögn, hlaupaferðum og utanvegahlaupum.
Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Þetta verður erfitt á köflum, en fyrst og fremst skemmtilegt!
Innifalið í verði:
- Fararstjórn, gisting í skálum (3 nætur) og á hótelum (4 nætur).
- 2x rútuferðir, morgunverður alla daga og 4x kvöldverður.
- Trúss á farangri á milli gististaða nema á degi 4.
Ekki innifalið í verði:
- Flug, akstur til og frá Chamonix.
- Kvöldverður á degi 1, 3 og 7.
- hádegisverðir
- drykkir