Þessi ferð er orðin klassísk, hefur þú ekki örugglega farið a.m.k. einu sinni? Frá Milano fer okkar eigin rúta til Monterosso al Mare. Þar verða höfuðstöðvar okkar þegar við flökkum um þetta stórkostlega svæði, Cinque Terre.
Cinque Terre eða Þorpin fimm, eru afskekkt sjávarþorp í Ítölskum þjóðgarði og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þorpin urðu vinsæll ferðamannastaður eftir að þau urðu aðgengileg með lestum á 20. öldinni. Þorpin eru þekkt fyrir ótrúlega fegurð og eru fullkominn áfangastaður fyrir göngu- og hlaupaferðir. Svo má ekki gleyma að Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og frábæran ís. Meðalhiti í maí eru 18°C, fullkomið hlaupaveður!
Dagar Dagur
Hrs Hrs
mín Mín
seconds second
Markmið ferðarinnar er að njóta þess að hreyfa sig í fallegri náttúru. Dagleiðirnar verða á bilinu 10-25km í fjöllum. Lengstu dagleiðunum er yfirleitt skipt í tvennt þar sem hægt er að kaupa snarl og skoða sig um áður en haldið er áfram. Einnig verður í boði að stytta lengstu dagleiðirnar án þess að missa af þorpunum.
Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við gistum í bænum Monterosso, huggulegum sjávarbæ. Hótelið er nálægt lestarstöðinni, en lestarferðir verða mikið nýttar.
Stefnt er að því að hlaupa alla dagana nema einn, en þá verður hægt að komast á ströndina, versla eða fara í siglingar.
Ingvar Hjartarson og Þóra Bríet Pétursdóttir verða fararstjórar ferðarinnar en þau hafa bæði verið farastjórar í þessari ferð margoft áður.
Ingvar vari í námi á Ítalíu og þekkir vel til svæðisins og ítölsku menningarinnar. Ingvar hefur verið leiðtogi í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa síðan 2017, þjálfað á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa ásamt því að þjálfa skokkhópa og byrjendanámskeið hjá Skokkhópi Fjölnis. Ingvar hefur verið á hlaupum síðan 2010 og er einn af hröðustu utanvegahlaupurum landsins.
Þóra Bríet hefur verið leiðtogi í Hlaupasamfélagið Náttúruhlaupa síðan 2018, þjálfað á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa auk þess sem hún sér um gæðaæfingu í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Hún er lærð leiðsögukona og hefur stýrt ferðum á vegum Náttúruhlaupa og Arctic Running.
Dagskrá: Ath. Breytingar geta orðið á dagskrá, hvað varðar lengd og uppröðun hlaupaleiða.
Hægt er að fá beint flug báðar leiðir með Icelandair sem við miðum ferðina út frá. Þeir sem vilja koma fyrr eða fara seinna og gera meira út úr fríinu geta gert það en allir þurfa að vera á flugvellinum í Mílanó þegar vélin frá Icelandair lendir síðdegis því þaðan fer okkar rúta með okkur til Monterosso al Mare þar sem við gistum allar 7 næturnar.
Hótelið í Monterosso al Mare býður ekki upp á kvöldverð en nokkrir huggulegir veitingastaðir eru í bænum. Fólk velur því sjálft hvar það borðar kvöldmat en þó verður sameiginlegur kvöldmatur á fyrsta og síðasta dagana.
Á degi 5 (15. maí) er hvíldardagur/frídagur. Hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl.
Aðra daga að undanskildum ferðadögum er hlaupið/gengið á skemmtilegum stígum á þessu fallega svæði. Ferðast verður á milli staða með opinberum samgöngum (innifalið í verðinu).
Okkar rúta fer með okkur beint á flugvöllin í Mílanó síðasta daginn.
– Ferðalag til Mílanó, Malpenza flugvöllur. Hægt að fá beint flug með Icelandair sem lendir síðdegis. Hugsanlega er hægt að fá ódýrara flug með því að fljúga í gegnum London. Þeir sem vilja geta komið fyrr og gert meira úr fríinu.
– Okkar rúta frá Malpenza flugvellinum til Htl Palme, í Monterosso al mare. Þó þarf að taka lest síðasta hlutann þar sem rútur mega ekki fara alla leið. Í Monterosso verður gist verður það sem eftir er ferðarinnar. Ferðalagið tekur um 4 klst.
– Tékkað inn á hótelið okkar. Sameiginlega kvöldmáltíð.
– Um 16km hlaup frá Monterosso til Levanto og tilbaka. Þau sem vilja stytta leiðina um helming geta tekið lest tilbaka.
– Fólk borðar kvöldmat á eigin vegum á veitingastöðum í Monterosso.
– Hlaup til Vernazza, Corniglia (8km) og þaðan til Manarola/Riomaggiore (ca 12km fjallahlaup með 700-900 m hækkun.
– Allir taka fyrra hlaupið en hægt að taka lest fyrir þá sem vilja sleppa seinna hlaupinu.
– Lest um morguninn til Riomaggiore
– 13km fjallahlaup (Riomaggiore -> Portovenere)
– Sigling til baka til Monterosso.
– Þessi dagur er frjáls
– Hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl.
–Við ferðumst með lest á Portofino skagann og tilbaka að degi loknum
– 16 eða 25 km hlaup um helstu bæi og útsýnisstaði Portofino skagana.
– Lest til Levanto og hlaupið til norðurs meðfram sjávarlengjunni
– 8-15km hlaup þennan dag.
– Borða saman á veitingastað síðasta kvöldið í Monterosso
– Tékkað út af hóteli
– Stutt lestarferð og síðan okkar rúta sem mun keyra okkur alla leið á Malpensa flugvöllin við Milano (ca 3,5 tíma keyrsla). Þeir sem ætla hugsanlega að lengja ferðina verða eftir í Milanu, þurfa að láta vita fyrirfram.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields