Utanvegahlaup eða náttúruhlaup?

11402600 10204533071182496 624751907691978724 o 1

Hvað eru utanvegahlaup?

Utanvegahlaup er íslensk þýðing á enska hugtakinu “trail run”. Hugtakið felur í sér að ekki sé hlaupið á malbikuðu undirlagi heldur á náttúrustígum, slóðum og fjall-lendi. Orðið „utanvegahlaup“ hefur fest sig í sessi í íslenskri tungu og er almennt notað til að lýsa þessari tegund hlaupa.

2014 06 07 10.58.361

Hvað eru Náttúruhlaup?

Náttúruhlaup er undirheiti á fyrirtækinu Arctic Running. Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að bæta heilsu og auka hamingju fólks með því að leiða það inn í nýjan lífstíl og vera farvegur fyrir fólk til að stunda hlaup í náttúrunni í góðum félagsskap. Sýn Náttúruhlaupa má finna í heild sinni hér

Orðið “náttúruhlaup” var búið til 2014 þegar Arctic Running stofnaði Náttúruhlaup í samstarfi við 66° Norður.  Af ásettu ráði var forðast að nota orðið „utanvegahlaup“, bæði í nafni fyrirtækisins og í allri umfjöllun. 

20200704 152257

Náttúruhlaup er undirheiti á fyrirtækinu Arctic Running. Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að bæta heilsu og auka hamingju fólks með því að leiða það inn í nýjan lífstíl og vera farvegur fyrir fólk til að stunda hlaup í náttúrunni í góðum félagsskap. Sýn Náttúruhlaupa má finna í heild sinni hér

Orðið “náttúruhlaup” var búið til 2014 þegar Arctic Running stofnaði Náttúruhlaup í samstarfi við 66° Norður.  Af ásettu ráði var forðast að nota orðið „utanvegahlaup“, bæði í nafni fyrirtækisins og í allri umfjöllun. 

Hvers vegna er orðið utanvegahlaup óhentugt?

Utanvegahlaup er sett saman úr þremur orðum. Auk þess að vera afskaplega óþjált, nær það engan veginn utan um þá jákvæðu og gefandi reynslu sem hlaup í náttúrunni eru. 

Orðið utanvegahlaup málar mynd af fólki hlaupandi utan vegar. Með því að hafa orðið “vegur” í orðinu, er líklegt að fólk ósjálfrátt sjái fyrir sér veg og fólk hlaupandi við hliðina á veginum. Jafnvel þó þetta sé ekki meðvituð hugsun, kallar orðið utanvegahlaup óhjákvæmilega fram mynd af vegi í huga fólks og jafnvel tengingu við neikvæða orðið utanvegaakstur.

Utanvegahlaup skilgreinir hugtakið neikvætt: utanvegahlaup merkir að hlaupa ekki á malbikuðum vegi. Miklu rökréttara er að skilgreina hugtakið jákvætt með því að orðið lýsi hvað hugtakið í raun merkir: fólk sem hleypur í náttúrunni.

Slóðahlaup væri rökréttari þýðing á “trail running” en utanvegahlaup. En okkur þykir náttúruhlaup ná betur yfir reynsluna en bæði slóðahlaup og “trail runnig”, svo ekki sé minnst á orðið utanvegahlaup.

IMG 52191

Hvers vegna hentar orðið „náttúruhlaup“ betur en orðin utanvegahlaup og slóðahlaup?

Orðið náttúruhlaup kallar fram mynd af fólki hlaupandi í náttúrunni. Það lýsir hugtakinu og reynslunni mun betur en slóðahlaup því ekki er alltaf hlaupið á slóðum. Stundum eru engir slóðar, sérstaklega í fjalllendi. Auk þess er stór hluti af upplifuninni, og það sem gerir hana frábrugðna götuhlaupum, að upplifa fallega náttúru þegar verið er að hlaupa. Orðið náttúruhlaup kemur þessu til skila en slóðahlaup síður. Utanvegahlaup kemur þessu alls ekki til skila.

hópur-hlaupasamfélags-náttúrulaupa-í-náttúrunni

Má nota náttúruhlaup í staðinn fyrir utanvegahlaup?

Þó orðið utanvegahlaup sé löngu búið að ná fótfestu í íslenskri tungu þrátt fyrir að lýsa hugtakinu illa og vera auk þess langt og óþjált, er orðið náttúruhlaup stöðugt að vinna á. Fólk er í vaxandi mæli farið að nota náttúruhlaup í stað orðsins utanvegahlaup.

Náttúruhlaup með stórum staf er vörumerki og ekki heimilt að kalla aðrar vörur þessu nafni. Hins vegar hvetjum við fólk eindregið til að nota orðið “náttúruhlaup” í daglegu tali til þess að lýsa þeirri dásamlegu reynslu sem hlaup í náttúrunni eru.

Vegna fyrirspurna áréttum við því að fólk og verslanir mega endilega nota orðin náttúruhlaup, náttúruhlaupaskór og náttúruhlaupafatnaður í staðinn fyrir utanvegahlaup, utanvegahlaupaskór og utanvegafatnaður.

Fyrirtækið Náttúruhlaup, fyrir sitt leyti, gefur ekki aðeins leyfi fyrir slíkri notkun á orðinu, heldur biðlum við til allra sem eru sammála að orðið náttúruhlaup skilgreini hugtakið betur en utanvegahlaup að hjálpa okkur að útrýma orðinu utanvegahlaup úr íslenskri tungu og nota orðið náttúruhlaup í staðinn.