Í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa er komin ný leið sem við köllum Hlaupatörn. Hún felst því að hlaupið er í þrjá mánuði í senn þar sem fyrsta hlaupatörn hvers árs fer fram í janúar til mars. Næsta törn fer fram í apríl til júní og þriðja hlaupatörnin fer fram í september til nóvember. Þar sem þetta er nýmæli hjá Náttúruhlaupum fer fyrsta Hlaupatörnin fram í apríl til júní 2019.

Þessi nýja leið er hrein viðbót við vöruframboð Náttúruhlaupa en áskriftar leiðin er þó sú hagstæðasta sem við bjóðum upp á.  Líkt og í áskriftinni fæst Náttúruhlaupa afslátturinn af ferðum með því að vera skráð(ur) í Hlaupatörnina en hins vegar fylgja ekki afsláttakort né árleg gjöf með þessum flokki. Skráningin í hlaupasamfélagið (bæði í áskrift og í Hlaupatörn) er opin til 13. apríl.

Verðið á Hlaupatörn – 3 mánuðir er 25.900 kr. og hægt er að skipta greiðslum í tvennt.

Skráning í Hlaupatörn