MEDIA Ultra Gobi 2018 DSC09820 Photo Credit Lloyd Belcher PS

 

Nýtt námskeið fyrir vana hlaupara

Fyrir hverja? Hlauparar sem hafa góðan bakgrunn og reynslu af náttúruhlaupum. Æskilegt að þátttakendur hafi t.d. lokið Laugavegshlaupinu á undir sjö klukkutímum eða náð sambærilegum árangri í öðru utanvegahlaupi. Sniðið fyrir þá sem stefna á að keppa í lengri og krefjandi utanvegakeppnum á borð við Hengil Ultra 50/100km, Mt. Esja Marathon, Laugavegshlaupið eða lengri hlaup erlendis (100km+). 

  • Lengd: 12 vikur 
  • Þjálfari hópsins: Elísabet Margeirsdóttir 
  • Fyrsta æfing hópsins verður laugardaginn 11. janúar.

Innifalið: 

  • Tvö sameiginleg hlaup í viku. Eitt langt upplifunarhlaup og gæðaæfing.
  • Fræðslukvöld (2x)
  • Æfingarplan m.v. markmið hvers og eins
Elísabet á hlaupum á fjalli
Elísabet á hlaupum í fjöllum

Æfingatímar: Laugardaga kl. 8:30 og miðvikudaga kl. 17:20.

Tvö fræðslukvöld verða haldin fyrir hópinn með reyndum ofurhlaupurum. Farið í öll praktísk atriði varðandi þátttöku í löngum keppnum: Búnaður, þjálfun, hugarfar, aðstæður o.fl.  Einnig verður farið ítarlega í næringu ofurhlaupara á öðru fræðslukvöldinu. 

Á síðustu löngu æfingu tímabilsins verður stefnt á ævintýralegan hlaupatúr og sameiginlegan gleðskap á eftir.

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-3x í viku á eigin vegum skv. prógrami.

Laugardagsæfingar stíla inn á fjölbreyttar leiðir á yfirleitt þægilegum hraða. Gera má ráð fyrir að hver æfing sé um 20-28km og taki 2,5-4klst. Ef veðurspá er mjög slæm getur langa æfingin verið færð yfir á sunnudag.

Verð:

Verð fyrir áskrifendur Náttúruhlaupa: 39.900

Verð fyrir aðra: 49.900

Hámarksfjöldi: 30

 

Skráning lokuð