TeneRife með náttúruhlaupum!

 

Hvað er betra en að brjóta veturinn upp með því að fara í sólarlandafrí?

Aðeins eitt…

að hlaupa í fallegri og fjölbreyttri náttúru á milli þess sem slakað er á við sundlaugarbakkann eða á ströndinni 😎

 

Náttúruhlaup bjóða í fyrsta skipti upp á ferð til þessa vinsæla áfangastaðar. Sólríku Kanaríueyjunnar í suðri, Tenerife! Margir vita að strendurnar eru dásamlegar á Tenerife og veðrið er alltaf gott. Færri hafa þó uppgötvað hversu stórbrotið og fallegt landslagið er á eyjunni en hún er draumastaður náttúruhlaupara sem vilja skoða sig um á fjölbreyttum og góðum stígum. Komdu með og uppgötvaðu þessa paradís náttúruhlaupara í skemmtilegum félagsskap!

Boðið verður upp á fjóra hlaupadaga/hlaupaferðir á mismunandi stöðum á eyjunni og tvo frjálsa daga inn á milli þar sem má sleikja sólina og slaka á eða gera eitthvað annað úr deginum. Öll hlaupin eru 10-15 km löng á mismunandi náttúrustígum. Gist verður á 4* stjörnu hóteli í Los Cristianos (nálægt amerísku ströndinni) en sú staðsetning er einstaklega hentug því þar er flott fjalllendi (Montana de Guaza) og náttúrustígar í göngufæri fyrir þá sem vilja hlaupa eða ganga meira. 

Lagt verður upp með að njóta allan tímann og því hentar ferðin öllum getustigum Náttúruhlaupa. 

 • Dagsetningar: 23. – 29. október 2022
 • Lengd: 8 dagar (7 nætur)
 • Hópastærð: 18
 • Verð: 279.000 kr. (flug innifalið)
 • Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 265.000 kr. (flug innifalið).
 • Einstaklingsherbergi 35.000 aukalega (takmarkað magn).
 • Fararstjóri: Birkir Már Kristinsson
 • Tengiliður/nánari upplýsingar: birkir (a) natturuhlaup.is
303 paradisepark09
316 paradisepark07
320 paradisepark13

Gist verður á 4. stjörnu hótelinu Paradise Park í nágrenni við Amerísku ströndina og flott fjalllendi og náttúrustíga

Hlaupaleiðir

Tenerife býður upp á ótrúlega fjölbreytt og stórbrotið landslag. Allt frá töfrandi skógum í stórkostlega fjallasýn. Eins og Ísland, er Tenerife eldfjallaeyja og minnir hraunið á heimahaga en annað má segja um veðrið. Á hlaupum í fjalllendi Tenerife er alltaf dásamlegt hitastig eða um 15°C hiti. 

Við hlaupum í Teide þjóðgarðinum (2000m) þar sem horft er niður á skýin og hlaupið í mögnuðu hraunlögðu fjalllendi á dásamlegum stígum. Einnig könnum við græna hluta eyjunnar í norðri og hlaupum um kynngimagnaða stíga Anaga þjóðgarðsins sem minna skemmtilega á Hornstrandir!

Allar leiðir eru 10-15km og samanlögð hækkkun um 400-600m hækkun.

Þeir sem vilja hlaupa meira, hafa ótrúlega skemmtilegt „leiksvæði“ nálægt hótelinu sem kynnt verður fyrir áhugasömum. Montana de Guaza stígakerfið er gríðarlega fjölbreytt og skemmtilegt og hinum megin við fjalllendið (Palm Mar) er að finna æðislegt náttúrusvæði með fullt af stígum og litlum hæðum. 

IMG 5654 scaled
Fyrir hverja er ferðin?

 

Ferðin er hugsuð sem skemmtilegt og þægilegt frí fyrir náttúruhlaupara af öllum getustigum. Hraðinn í hlaupaferðunum ætti að henta öllum sem hafa hlaupið með vínrauða hópnum mjög vel.

Flestir sem hefur hlaupið með appelsínugula hópnum ættu að ráða vel við hlaupaferðirnar með réttum undirbúningi. 

Hlauparar í svörtum og silfurgráum munu einnig njóta sín í ferðinni og hafa val um að bæta við hraða/vegalengdir eftir þörfum. 

 

IMG 6114 scaled
Fararstjóri

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Birkis Más Kristinssonar. Birkir er sjúkraþjálfari að mennt og framkvæmdarstjóri Náttúruhlaupa. Birkir mun bjóða upp á teygju- og hlaupastílstíma á frídögunum tveimur fyrir þá sem vilja. Hann leggur áherslu á að fólki líði vel og njóti upplifunarinnar í botn.

 

IMG 5869 scaled
Hvað er innifalið?

Innifalið í verði:

 • Beint flug flug með Icelandair/Vita
 • Fararstjórn
 • Gisting á 4. stjörnu hóteli í 7 nætur
 • Akstur á milli flugvallar og hótels við komu og brottför
 • 4X rútuferðir/dagshlaupaferðir (eitt valkvætt hlaup frá hótelinu á frídegi)
 • Fullt fæði, en hálft fæði á frídögunum tveimur
 • Aðgangur að Forestal Park Zip Line garði
 • Tveir liðkunar- og hlaupastílstímar með Birki á frídögunum

 

Ekki innifalið í verði:

 • Drykkir
 • Hádegismatur á degi 3 og 6
IMG 6148 scaled
Dagskrá ferðarinnar
320 paradisepark13

Dagur 1 / Ísland – Tenerife – Los Cristianos

 

Við komum á hótelið seinni partinn. Þar fáum við kynningu á hótelinu og umhverfinu, borðum saman kvöldmat og látum okkur hlakka til ævintýranna sem eru framundan.

 

IMG 5704 scaled

Dagur 2 / Las Lagunetas  og Zip line Garður: 10 km og um 470 m hækkun

Við keyrum í 1,5 klst á Las Lagunetas svæðið. Við skemmtum okkur í Zip Line garðinum Forestal Park þar sem hægt er að renna sér á milli trjáa á miserfiðum brautum. Eftir 3 klst. borðum við hádegisnestið og hlaupum næst 10 km leið með 470m hækkun í skógi með risastórum trjám (a.m.k. á íslenskan mælikvarða!). Eftir léttar teygjur keyrum við aftur á hótelið og borðum þar kvöldmat. 

-Hristum hópinn saman þennan fyrsta heila dag með Zip-line og skemmtilegu hlaupi!

 

IMG 1861 1 scaled

Dagur 3 / Frjáls dagur  

Nú er frjáls dagur. Eftir morgunmat verður hlaupastíls- og liðkunartími í boði Birkis. Ströndin er í 1 km fjarlægð og þeir sem vilja geta farið með Birki í stutt hlaup að ströndinni og upp að fjalllendinu þar sem hægt er að hlaupa á stígum. Þar tekur við frjáls tími en þeir sem vilja geta haldið áfram að hlaupa og kannað svæðið betur á eigin vegum. Hádegismatur er ekki innifalinn þennan dag en við borðum kvöldmat saman á hótelinu.

 

-Frjáls dagur en boðið verður upp á liðkunar- og hlaupastíls tíma ásamt möguleika á stuttum hlaupatúr eða skoða það sem eyjan hefur upp á að bjóða á eigin vegum.

IMG 6019 scaled

Dagur 4 / Teide Þjóðgarðurinn: 10 km og um 400 m hækkun.

Í dag keyrum við í tæpa klukkustund upp að Teide þjóðgarðinum þar sem við komumst í nálægð við hæsta fjall Spánar, El Teide (3718m). Við stoppum á mismunandi útsýnisstöðum og skoðum okkur um áður en við hlaupum gríðarlega fallega leið með fjallasýn, hrauni og undurfögrum eyðurmerkurgróðri. Við hlaupum í 2000 metra hæð og horfum niður á skýin!

 

-Eftirminnilegur útsýnis- og hlaupadagur! Náttúrustígar á heimsmælikvarða!

 

Paisaje Lunar de Granadilla

Dagur 5 / Vilaflor – Lunar : 15 km og um 650m hækkun

Þennan dag er aðeins 30 mínútna akstur til Vilaflor þaðan sem við hlaupum og skoðum meðal annars hið skemmtilega og flotta mánalandslag. 

 

-Dásemdar dagur þar sem við tökum lengsta hlaupið með mestu hækkuninni (og hlaupum í u.þ.b. 1500 metra hæð) og verðum komin aftur á hótelið seinnipartinn, nægur tími til að skella sér í sólbað fyrir kvöldmat!

 

 

IMG 1809 scaled

Dagur 6 / Frjáls dagur

Seinni frjálsi dagurinn. Aftur er í boði liðkunar- og hlaupastílstími í byrjun dags og þeir hörðustu geta hlaupið á fjalllendinu í grenndinni á eigin vegum. Annars er líka gott að leyfa líkamanum að jafna sig á ströndinni 😁

 

Hádegismatur ekki innifalinn þennan dag. Við borðum kvöldmat saman á hótelinu.

 

-Frjáls dagur! 

 

 

IMG 5977 scaled

 

Dagur 7 / Anaga Þjóðgarðurinn: 14 km og um 620 m hækkun

 

Síðasti hlaupadaginn förum við nyrst á eyjuna í Anaga þjóðgarðinn. Leiðin einkennist af draumkenndum tjám, kaktusum og fallegu útsýni. Akstur u.þ.b. 1.5 klst aðra leið. Það er með ólíkindum hvað landslagið á eyjunni er fjölbreytt og þessi dagur er ólíkur öllu öðru.

 

 

-Ógleymanlegur hlaupadagur í draumkenndum skógi!

 

 

IMG 6135 scaled

 

 

Dagur 8 / Tenerife  – Ísland

Ferðalag heim

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Náttúruveitan