Landvættir Náttúruhlaupa

Gönguskíðakeppni á Vesturlandi, náttúruhlaup á Norðurlandi, víðavatnssund á Austurlandi og fjallahjól á Suðurlandi.

nóv, 2022
Verð:
112.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
9 mánuði
Námskeið
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

Við eigum það öll sameiginlegt að elska að njóta náttúrunnar á hlaupum í góðum félagsskap. Við erum líka stöðugt að skora á okkur sjálf og fara út fyrir þægindahringinn með því til dæmis að fara lengra og/eða hraðar.

Því langar okkur að bjóða þér að fara út fyrir þægindahringinn þinn og taka þátt í Landvættahóp Náttúruhlaupa. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé mun hafa umsjón með hópnum í annað sinn. Halldóra býr yfir áralangri reynslu af því að stunda og keppa í Landvættagreinunum og er meðal annars Landvættur nr. 8. Henni til aðstoðar verða reyndir þjálfarar og íþróttafólk með sérhæfingu í hverri grein.

Út fyrir þægindarammann
Áherslur

Áherslur

Landvætturinn gengur út á að klára eina þraut í hverjum landsfjórðungi Íslands. Gönguskíðakeppni á Vesturlandi, náttúruhlaup á Norðurlandi, víðavatnssund á Austurlandi og fjallahjól á Suðurlandi. Til að geta orðið Landvættur þá þarf að ljúka öllum þrautunum fjórum innan 12 mánaða og verður viðkomandi þá félagi og fær félaganúmer eftir að hafa lokið síðustu keppninni. Nú þegar eru 695 félagar í Landvættinum.

Hópurinn hefur göngu sína 15. nóvember og mun æfa saman í 8,5 mánuði fyrir Landvættaþrautirnar fjórar. Allar þrautirnar eiga það sameiginlegt með Náttúruhlaupum að vera stundaðar úti í náttúrunni og eru því frábær viðbót við markmið og gildi Náttúruhlaupa.

Sjá nánar hér: Landvættur

Uppbygging

Uppbygging

 • Innifalið í prógramminu er ein sameiginleg þrautaæfing á viku. Einnig verður boðið upp á sérstakar tækniæfingar í hverri grein með þrautreyndum gönguskíða-, sund- og hjólaþjálfurum.
 • Reglulegir fyrirlestrar og fræðsla um m.a. tækni, búnað, keppnisundirbúning og næringu. Boðið verður upp á sameiginlegar æfingahelgar á góðum kjörum fyrir Landvættahópinn.
 • Gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði sérstaklega fyrir aðgang að Hlaupasamfélag Nátttúruhlaupa, sé það ekki nú þegar áskrifendur. Hlaupahluti námskeiðsins fer að mestu fram þar en í boði eru fjöldi sameiginlegar hlaupaæfingar á viku fyrir öll getustig með reyndum leiðtogum og þjálfurum. Þátttakendur í Landvættahópnum fá einnig sérstakt hlaupaprógram til að undirbúa sig sérstaklega fyrir hlaupaþrautina. Vilji einhver sjá um hlaupahlutann á eigin vegum, kostar námskeiðið 132.000 án þátttöku í Hlaupasamfélaginu.
 • Félagar í Hlaupasamfélaginu fá fríðindakort Náttúruhlaupa í Síminn Pay sem veitir afslætti í mörgum helstu útivistarverslunum landsins, árlega gjöf Náttúruhlaupa og sérkjör í allar auglýstar ferðir á vegum Náttúruhlaupa.
 • Þátttakendur Landvættahóps Náttúruhlaupa fá einnig flotta æfingaflík frá 66°Norður. 

Umsagnir

Landvættaþrautirnar

 • Hópskráning (frátekin pláss) verður í Fossavatnsgönguna, Bláa lóns þrautina og Þorvaldsdalsskokkið.
 • Þeir sem vilja frekar taka þátt í Jökulsárhlaupinu þurfa að sjá um skráningu sjálf, þegar skráning opnar.
 • Allir þurfa að skrá sig sérstaklega í Urriðavatnssundið, þegar skráning opnar.
 • Keppnisgjöld eru ekki innifalin í verði.
Landvættaþrautirnar
Upplýsingar

Upplýsingar

 • Hópæfingar í 8,5 mánuð
 • Hægt að velja með eða án hlaupahlutans.
 • Ein þrautaræfing á viku, sérstakar tækniæfingar í hverri grein, reglulegir fyrirlestrar og fræðsla um m.a. tækni, búnað, keppnisundirbúning og næringu.
 • Sérstök æfingaáætlun fyrir hverja grein.
 • Fagleg þjálfun. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé mun hafa umsjón með hópnum. Henni til aðstoðar verða reyndir þjálfarar og íþróttafólk með sérhæfingu í hverri grein.
Spurningar og svör

Spurningar og svör