Lúxus hlaupaferð í Öræfin

Náttúruhlaup bjóða í sumar upp á þriggja nótta ævintýraferð austur í Öræfi undir leiðsögn Helgu Maríu. Gist verður á einu flottasta hóteli landsins og svæðið skoðað á hlaupum.

 
 
lúxus_hlaupaferð

Eitt fallegasta svæði landsins

Öræfi er sveitin á milli Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls, þar má finna margar af okkar helstu náttúruperlum – jökla, hæstu tinda landsins, svarta sanda, birkiskóg og óteljandi fossa.

Þetta er njóta en ekki þjóta lúxus hlaupaferð og ætti að henta flestum þeim sem eru vanir hlaupum, við munum njóta þess að hlaupa um þetta stórkostlega svæði og einnig verður farið í jöklagöngu á einum af mörgum skriðjöklum Vatnajökuls.

Upplýsingar

 • Ferðin hefst og endar í Öræfum (farþegar koma sér sjálfir á staðinn)
 • Upphaf ferðar: kl 18:00 (8. júlí)
 • Lok ferðar: kl 13:00 (11. júlí)
 • Vegalengdir: 15-20 km á dag (rólega)

Hlaup og ævintýri á daginn, heitir pottar, sána, góður matur og frábær félagsskapur á kvöldin – engum ætti að leiðast í þessari ferð!

Fosshótel-Jökulsárlóni-heitir-pottar
Fosshótel-Jökulsárlóni

Innifalið

 • Gisting á 4**** hóteli í þrjár nætur
 • Morgunmatur
 • Kvöldmatur
 • Fagleg leiðsögn
 • Jöklaganga
 • Búnaður til jöklagöngu

 

Ekki innifalið

 • Far til og frá hótelinu (fólk notar eigin bíla)
 • Hádegismatur 
 
Helga_María_leiðsögukona

Leiðsögukonan

Helga María er einn reyndasti göngu- og hlaupa leiðsögumaður landsins. Hún er þjálfari og starfsmaður Náttúruhlaupa, er með B.Sc. í Náttúrulandafræði og M.Sc. í jöklafræði.

Skráning fer fram hér. Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast dagatal. Veljið dagsetninguna, 8. júli. Veljið svo almennt verð eða ársáskrifendur Náttúruhlaupa eftir því sem við á. Greiðið staðfestingargjald eða heildarverð. Ef kosið er að greiða staðfestingargjald, þarf að greiða eftirstöðvar ekki síðar en 25. maí. Sé ferðin keypt seinna, þarf að greiða heildarverð.

Einstaklingsherbergi má bæta við seinna í skráningarferlinu, þar sem beðið er um persónu upplýsingar.

Ef hætta þarf við ferðina vegna Covid 19 faraldursins eða viðkomandi kemst ekki af ástæðum tengdum sóttvarnarreglum, verður gjaldið að fullu endurgreitt.

NH logo 2020