Laugavegurinn og Þórsmörk

Þriggja daga ævintýri! Við förum Laugavegurinn á tveim dögum og bætum við einum degi í Þórsmörk. Frábær leið til að njóta þessa magnaða landsvæðis. Bæði fyrir fólk sem dreymir um að taka þátt í Laugavegs keppninni og aðra. Gengið er upp á móti og ekki.

 
 
544b3d2e 4367 4333 95b1 dbc1cda3e6e3 3

Innifalið

 • Ferðir fram og til baka með rútu
 • Gisting í Hvanngili (kojur með dýnum, nauðsynlegt að koma með svefnpoka).
 • Gisting í Volcano Huts Húsadal í smáhýsum. Fimm manns rúmast í einu smáhýsi; 2 kojur, þar af ein tvíbreið sem hentar pörum). Einnig er eldunaraðstæða í hverju smáhýsi fyrir sig.
 • Sturta í Hvanngili
 • Trúss fyrir farangur
 • Sameiginlegur kvöldverður á degi 1 og sameiginlegur morgunverður á degi 2.

 

Ekki innifalið

 • Næring á hlaupum/hádeigismatur alla 3 dagana
 • Kvöldmatur á degi 2 og allar máltíðir á degi 3. (Í skráningunni er hægt að bæta við kvöldmat á degi 2, morgunmat og hádeigismat/hlaupanesti á degi 3 frá veitingahúsi Volcano Huts fyrir samtals 8.990 kr. Einnig verður stoppað í sjoppu á leiðinni heim á degi 3 þar sem hægt verður að kaupa kvöldmat. Athugið þátttakendur sem ætlið að vera með eigin mat:  Aðgengi er að hellu, pottum og borðbúnaði en ekki ísskáp.
 • Drykkir (annað en vatn)
 • Svefnpoki og koddi

 

Laugavegshópurinn í Landmannalaugum
20200704 152257
Laugavegur 4
20160708 133805
Hlauparar á líparít hrygg
IMG 2987

Dagskrá

Dagur 1 (1. júlí) Hlaupið að Hvanngili

Athugið að það gætu orðið smávægilegar breytingar á dagskránni.

Rúta frá Húsgangahöllinni Bíldshöfða kl. 7:45 í Landmannalaugar.  Allir mæta í hlaupafötum. 

Athugið að þátttakendur þurfa sjálfur að vera með hádeigismat/hlaupanesti. Dæmi: samloka, flatbrauð með hangikjöti, banani, tilbúið pasta eða lasagna, hnetur, kartefluflögur, þurrkaðir ávextir, súkkulaði, hlaupagel).

Hlaupið um Hrafntinnusker og Álftavatn. Vegalengd 27 km:

 • Landmannalaugar-Hrafntinnusker eru 10 km og mesta hækkunin 500 m.
 • Í Hrafntinnuskeri er stutt stopp, hægt að komast á þurrsalerni og fylla á vatnsbrúsa.  
 • Hrafntinnusker-Álftavatn er 12 km leið, í Álftavatni er ekki stoppað en möguleiki á salernisstoppi og fylla á vatnsbrúsa.  
 • Álftavatn-Hvanngil er 5 km leið og þar er kærkomið vað sem kælir kálfana.  

Við komuna í Hvanngil er trússbíllinn okkar kominn með töskurnar okkar og við getum farið í sturtu. Síðan elda leiðsögumennirnir góðan mat (kvöldumatur innifalin aðeins þennan dag) og við gistum öll í skála Ferðafélags Íslands.  Vatnssalerni og sturtur eru í sér húsi skammt frá. Það eru kojur með dýnum. Áður en við förum að sofa förum við yfir dagskrá næsta dags.

Dagur 2 (2. júlí) Hlaupið að Volcano Huts

Sameiginlegur morgunmatur og kaffi (innifalið aðeins þennan dag).  Upphitun og förum yfir hvernig við þverum ár.

Athugið að þátttakendur þurfa sjálfur að vera með hádeigismat/hlaupanesti. Dæmi: samloka, flatbrauð með hangikjöti, banani, tilbúið pasta eða lasagna, hnetur, kartefluflögur, þurrkaðir ávextir, súkkulaði, hlaupagel).

Stuttu eftir Hvanngil þverum við Bláfjallakvísl, því næst njótum við Sandanna og stoppum stutt í Emstrum. Þar eru vatnssalerni og hægt að fylla á vatnsbrúsana.  13km.

Frá Emstrum liggur leiðin meðfram Markarfljótsgljúfri og skömmu fyrir Þórsmörk þverum við Þröngá, þá taka á móti okkur skógarnir og við endum í Húsadal í Þórsmörk.  Þar bíða okkar töskurnar. Nú verður gist í smáhýsum sem rúma 4-5 manns (eitt tvíbreitt rúm sem hentar pörum). Þar er lítil eldhúsaðstæða með hellu ásamt pottum og leirtau (ekki ísskápur).   

Aðeins morgunmatur er innifalinn  þennan dag. Gera þarf ráð fyrir hádeigismat/hlaupanesti. Við skráningu er hægt er að borða á veitingarhúsin Volcano Huts. Í boði er kvöldumatur dag 2, morgunmatur og hádeigismatur/hlaupanesti á degi 3 fyrir samtals 8.990 kr. 

Ef þið kaupið ekki matinn á Volcano Huts, þurfið þið að hafa með eigin kvöldmat þennan dag.

Dagur 3. (3. júlí) Hlaupið í Þórsmörk

Þennan dag verður Tindfjallahringurinn farinn. Hugsanlega verður boðið upp á lengingu á Rjúpnafell. Það fer allt eftir hversu margir þátttakendur verða og hvað þeir vilja. En það má a.m.k. treysta á að Tindfjallahringurinn verði í boði.

Þegar búið er að hlaupa, fara í sturtu og skipta um föt, er farið með rútu til Reykjavíkur (Húsgagnahöllin). 

Matur er ekki innifalinn þennan dag en við skráningu er hægt er að borða á veitingarhúsin Volcano Huts. Í boði er kvöldumatur dag 2, morgunmatur og hádeigismatur/hlaupanesti á degi 3 fyrir samtals 8.990 kr

Gunnur á hlaupum
Ingvar Hjartarson

Leiðsögumenn

Gunnur Róbertsdóttir og Ingvar Hjartason
 
Gunnur er þjálfari Náttúruhlaupa, sjúkraþjálfari og leiðsögumaður. Hún er þaulvön að vinna með hópum og hugsar fyrir öllum smáatriðum… meðal annars upphitun í upphafi og góðum teygjum í lok dags.
 
Ingvar er þjálfari Náttúruhlaupa, verkfræðingur og hlaupari.
 
Ef fleiri en 20 skrá sig, bætist við þriðji leiðsögumaðurinn. 


Verð

Heildarverð: 74.000 kr. (Ársáskrifendur Náttúruhl.: 68.000 kr.)
 
Staðfestingargjald: 30.000 kr. (Ársáskr. Náttúruhl.: 24.000 kr.)
 
Ath! Hægt er að kaupa mat á 8.990 kr. í skráningarferlinu (valkvætt).


Skráning fer fram hér. Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast dagatal. Veljið dagsetninguna, 1. júlí. Veljið svo almennt verð eða ársáskrifendur Náttúruhlaupa eftir því sem við á. 

Ef hætta þarf við ferðina vegna Covid-19 faraldursins eða viðkomandi kemst ekki af ástæðum tengdum sóttvarnarreglum, verður gjaldið að fullu endurgreitt.

NH logo 2020