Landvættir-áherslur
Landvætturinn gengur út á að klára eina þraut í hverjum landsfjórðungi Íslands. Gönguskíðakeppni á Vesturlandi, náttúruhlaup á Norðurlandi, víðavatnssund á Austurlandi og fjallahjól á Suðurlandi. Til að geta orðið Landvættur þá þarf að ljúka öllum þrautunum fjórum innan 12 mánaða og verður viðkomandi þá félagi og fær félaganúmer eftir að hafa lokið síðustu keppninni. Nú þegar eru 515 félagar í Landvættinum.
Sjá nánar hér: http://landvaettur.is/
Hópurinn hefur göngu sína 1. nóvember og mun æfa saman í níu mánuði fyrir Landvættaþrautirnar fjórar.
Fossavatnsgangan – 50 km skíðaganga
(17. apríl 2021)
Bláalónsþrautin – 60 km fjallahjólaleið
(12. júní 2021)
Þorvaldsdalsskokkið – 25 km fjallahlaup
(3. júlí 2021)
(Eða Jökulsárhlaupið – 33 km
(7. ágúst 2021))
Urriðavatnssundið – 2.5 km sund í vatni
(24. júlí 2021)
Allar þrautirnar eiga það sameiginlegt með Náttúruhlaupum að vera stundaðar úti í náttúrunni og eru því frábær viðbót við markmið og gildi Náttúruhlaupa.
Dagskrá Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa í Landvætum
Mánudagar kl. 17:30: Gæðaæfing
Þriðjudagar kl. 17:30: Gæðaæfing
Miðvikudagar kl. 17:30: Gæðaæfing
Fimmtudagar kl. 17.30: Fjallaæfing
Laugardagar kl. 9:00: Upplifunaræfing Hlaupasamfélagsins (getuskiptir hópar)
Upplýsingar
- Hópæfingar í 9 mánuði (1. nóvember 2020 – 31. júlí 2021)
- Verður að vera meðlimur í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa
- Ein þrautaræfing á viku, sérstakar tækniæfingar í hverri grein, reglulegir fyrirlestrar og fræðsla um m.a. tækni, búnað, keppnisundirbúning og næringu.
- Sérstök æfingaáætlun fyrir hverja grein.
- Fagleg þjálfun. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé mun hafa umsjón með hópnum. Henni til aðstoðar verða reyndir þjálfarar og íþróttafólk með sérhæfingu í hverri grein.
- Verð: 149.800 kr. (12 mánaða áskrift í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa innifalin). Verð fyrir meðlimi hlaupasamfélagsins: 99.900 kr.