Landmannalaugar!

Náttúruhlauparar munu fara í dagsferð um hið stórbrotna svæði við Landmannalaugar 2. júlí 2022.

Friðlandið að Fjallabaki er einstakt svæði og verður enginn svikinn af litadýrðinni og landslaginu.

Hlaupið verður að fjallinu Skalla og einnig á eitt litríkasta fjall landsins, Brennisteinsöldu. Ljós ríólít (líparít) fjöllin og kolsvart Laugahraunið ásamt töfrum Torfajökulsöskjunnar munu gera þetta að eftirminnilegri ferð. 

SOS9138
SOS9800

Val um 3 hlaupa vegalendir*,  

– 11 km með 670 m hækkun og lækkun

– 17 km með 750 m hækkun og lækkun 

– 25 km með 1150 m hækkun og lækkun.

*Ef þátttaka verður nægilega mikil

Bóka ferð
 • Dagsetningar: 2. júlí 2022
 • Lengd: 1 dagur 
 • Hópastærð: 65
 • Verð: 18.900
 • Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 14.900
 • Verð fyrir þátttakendur Laugavegsnámskeiðsins: 12.900
 • Fararstjóri: Gunnur Róbertsdóttir, Elísabet Margeirsdóttir. Með þeim verða fleiri leiðtogar úr hlaupsamfélaginu eftir því hversu margir skrá sig.
 • Tengiliður/nánari upplýsingar: og
SOS0038 2
Hvað er innifalið?

Hvað er innifalið?

 • Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum
 • Leiðsögn
 • Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur
   

 

Hvað er ekki innifalið?

Matur og drykkur. Taka þarf með nesti eða kaupa það en við stoppum í sjoppu bæði á leiðinni í Landmannalaugar og á leiðinni í bæinn aftur.


 

 

Hvað þarf að taka með?

Skyldubúnaður með í hlaupið:

 • Hlaupajakki – gott að hafa hettu
 • Síðerma hlaupapeysa
 • Hlaupabuxur
 • Vettlingar
 • Buff eða húfa 
 • Fullhlaðinn sími
 • 1 líter af vökva 
 • Orka (nesti)
 • Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)
 • A.m.k. 2 góða hælsærisplástra

Gott að hafa með í hlaupinu:

 • Sólgleraugu/hatt
 • Sólaráburður
 • Plástur og teygjubindi
 • Álteppi (fæst í apótekum á um 300 kr.)

Farangur

 • Hrein föt til skiptana
 • Hlý peysa og úlpa
 • Auka húfa og vettlingar
 • Auka skór
 • Handklæði
 • Sápa, sjampó og snyrtivörur
 • Peningur/kort (öruggara að hafa þetta með á hlaupunum)
Afbókunarreglur
 • Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 15 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
 • Greiða þarf 50% gjald ef bókun er afbókuð 30 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
 • Greiða þarf 25% gjald ef bókun er afbókuð 60 dögum eða minna fyrir þennan viðburð

Náttúruveitan