Gefðu barni þínu dýrmæta gjöf!

Það er dýrmætt að geta hlaupið. Reimað á sig hlaupaskóna hvar og hvenær sem er og notið þess að hreyfa sig. Ekki síst ef hægt er að njóta náttúrunnar á sama tíma.

Því fyrr sem börn venjast því að gera hlaup að lífsstíl, því líklegra er að þau munu tileinka sér það. Að kenna börnum að hlaupa er gjöf sem mun halda áfram að gefa allt þeirra líf.

 
 
Untitled 1 of 1

Áherslur

Njóta, hafa gaman og fræðast. Áherslan mun ekki vera á keppni, hraða né samanburð. Gert verður ráð fyrir mismunandi getustigum.

Uppbygging

Ramminn er svipaður og á hefðbundnu grunnnámskeiði Náttúruhlaupa. Ein upplifunaræfing á laugardagsmorgnum kl. 09:00 þar sem alltaf er farið á mismunandi staði og ein gæðaæfing miðsvæðis sem er alltaf á sama stað á miðvikudögum kl. 17:30. Upplifunaræfingarnar eru 2 klst en gæðaæfingin er 1 klst.

Tenging við hlaupasamfélag Náttúruhlaupa

Æfingar verða á sama stað og sama tíma og upplifunaræfingar í hlaupasamfélaginu á laugardögum og gæðaæfingar á miðvikudögum. Upplagt er því fyrir meðlimi að taka krakka sína með á æfingar. Foreldrar þurfa þó ekki að vera í hlaupasamfélaginu en bera ábyrgð á að koma krökkunum á æfingar og sækja þá.

 

Upplýsingar

  • 4 vikur, 29. ágúst-23. september.
  • Aldur: Börn fædd 2008-20012 (8-12 ára á árinu)
  • Tvær æfingar í viku.
  • Hlaup, fræðsla og leikir í fallegri náttúru.
  • Pylsuveisla innifalin á síðustu æfingunni.
  • Reynslu miklir náttúruhlaupa þjálfarar sem eru vanir að vinna með börnum
  • Verð 19.900 kr.
Favourites 3 of 4

Skráning fer fram hér. Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast skráningarsíða Náttúruhlaupa á Nóra. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þið hafið ekki notað Nórann áður, þarf að stofna sig sem forráðamann og síðan stofna barnið sem iðkanda. Síðan smella á iðkanda og þá er hægt að sjá hvaða námskeið eru í boði og klára skráninguna.