#Hvetja átakið

Snúum bökum saman og hvetjum hvert annað!

 

Náttúruhlaup hvetja fólk til að hreyfa sig, taka einn dag í einu og hugsa jákvætt á þessum fordæmulausum tímum. 

 

Átakið #hvetja er frábært og mikilvægt að við snúum bökum saman, snúm vörn í sókn og komum sterk út úr þessari áskorun sem Covid faraldurinn hefur fært okkur.

 

Náttúruhlaup leggja sitt  að mörkunum með því að:

  • Bjóða upp á 30 mín styrktaræfinga tíma sem er sérhannaður fyrir hlaupara en nýtist fleirum.
  • Kenna og upphitunaræfingar sem Náttúruhlaup nota og fræða um mikilvægi þeirra. Upplagðar fyrir hlaup en er einnig hægt að nota fyrir aðra hreyfingu.

 

Hlaupahúfa úr merinoull

Að auki munum við gefa fimm þunnar merino ull húfur frá 66° Norður merktar Náttúruhlaupum. Þær eru frábærar í hvers konar útiveru, ekki síst hlaupum. Föstudaginn 6. nóvember drögum við 5 vinningshafa. Til að taka þátt þarf að vera á póstlista Náttúruhlaupa. Sért þú ekki þegar áskrifandi að póstlistanum, getur þú skráð þig hér: 

 

Vinningshafar eru: 

  • Helgi Kristjánsson
  • Magnús Þór Valdimarsson
  • Sunna Höskuldsdóttir
  • Anna Huld Guðmundsdóttir
  • Eva Einarsdóttir

TIL HAMINGJU MEÐ HÚFUNA 😀

Hlaupa húfa úr merino ull
Skrá á Póstlista

Upphitunaræfingar og styrktaræfingartími

Upphitunaræfingar FRÆÐSLA

Alltaf hita upp áður en þú hleypur. Lærðu af hverju það skiptir máli og leyfðu Birki sjúkraþjálfara að kenna þér upphitunaræfingarnar sem Náttúruhlaup nota.

 

 
Upphitunaræfingar stutt

Upplagt til að rijfa upphitunaræfingarnar upp.
Styrktaræfingatími fyrir hlaupara

Styrktaræfingatími fyrir hlaupara

Vertu tilbúin(n) að svitna heima! Leyfðu Birki sjúkraþjálfara að leiða þig í gegnum 30 mín. styrktaræfingatíma sem er sérhannaður fyrir hlaupara en nýtist einnig öðrum. Þenna tíma má nýta aftur og aftur. Með því að gera þessar æfingar reglulega minnka líkur á meiðslum og þú verður öflugari hlaupari.

 

Viltu meira?

Vilt þú gerast NH vinur?

Fáðu aðgang að fleirum styrkatæfingatímum ásamt fjölda kennslumyndbanda og fyrirlestra varðandi hlaupastíl, hlaupatækni og næringu hlauparans sem mun nýtast þér hvort sem þú hleypur í náttúrunni eða götuhlaupum. 

Flest sem kennt er á hinu rómaða grunnnámskeiði Náttúruhlaupa, færð þú beint í æð. 

Margt annað fylgir einnig áskriftinni. Sjá nánar hér:

 

Laugavegur 8 1

Viltu hlaupa með okkur?

Eins og er liggja allar æfingar niðri vegna faraldursins. En um leið og aðstæður leyfa, förum við af stað aftur. Tékkaðu á okkur!

 

IMG 1975