Tour du Mont
Náttúruhlaup bjóða loksin aftur upp á hlaupaferð umhverfis Mont Blanc!
Tour du Mont
hefst eftir
Umhverfis Fjallið Hvíta
með Náttúruhlaupum
Farin verður hin sögufræga leið Tour du Mont Blanc (TMB) sem er einnig leiðin í frægasta utanvegahlaupi heims Ultra-Trail du Mt. Blanc (UTMB). Það kemur ekki á óvart að þeir sem hafa hlaupið á þessu magnaða alpasvæði fara aftur og aftur. Ferðin hentar öllum vönum hlaupurum hvort sem markmiðið er að njóta í botn eða nýta hana sem æfingaferð… eða bæði!
Leiðin sjálf er um 170km og heildarhækkun um 10.000 metrar. Í ferðinni verður farið yfir meirihlutann af leiðinni (120km+) og verður einblínt á fallegustu hluta hennar. Leiðin byrjar í Frakklandi en liggur svo yfir til Ítalíu á annarri dagleið og Sviss á hinni fjórðu. Síðasti hlaupadagurinn er ógleymanlegur þar sem Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann.
Hlaupið er um dali og fjallaskörð og hver dagur býður upp á nýja sýn á Mt. Blanc fjallgarðinum. Hópurinn gistir ýmist á hótelum og góðum skálum og verður farangri trússað á milli staða (fyrir utan einn dag). Það má því segja að þetta sé algjör lúxusferð í einu fallegasta landslagi í heimi þar sem við njótum stórfenglegrar náttúru á hlaupum. Fararstjórar ferðarinnar skipuleggja hvern dag þannig að allir nái að ferðast á þægilegum hraða. Suma daga getur hópnum verið skipt upp eftir því hversu hratt fólk vill fara. Miðað er við að allir klári hverja dagleið á svipuðum tíma. Það er fátt betra en að skála saman í skála eftir gott dagsverk
Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar hlaupurum með reynslu af undirbúningi fyrir lengri hlaup eða utanvegahlaup. Allir sem hafa hlaupið með svarta og silfurgráa hópnum í Náttúruhlaupum ættu að ráða vel við ferðina og flestir í vínrauða hópnum með góðum undirbúningi.
Hraðinn verður þægilegur og það verður tryggt að allir njóti sín. Brattar brekkur eru á leiðinni og því skiptast dagleiðir upp í hlaup og göngu með reglulegum stoppum.
Ég er að fara í UTMB (OCC, CCC, TDS, UTMB) eða annað keppnishlaup í haust. Hentar ferðin mér? Já ferðin er upplögð fyrir alla sem eru að stefna á lengri fjallahlaup. Frábært tækifæri til að þjálfa sig að fara upp og niður langar brekkur og finna hvernig það er að hreyfa sig í þynnra lofti.
Hópurinn mun njóta leiðsagnar þaulreyndra utanvegahlaupara sem þekkja svæðið og aðstæður þess mjög vel. Fararstjórarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á hlaupaferðum og utanvegahlaupum m.a. UTMB, Grand Raid de la Réunion og Tor des Géants. Þau hafa lengi unnið að verkefnum saman og fóru Elísabet og Halldóra meðal annars með hóp á vegum Náttúruhlaupa hringinn í kringum Mont Blanc árið 2019.
Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Þetta verður erfitt á köflum, en fyrst og fremst skemmtilegt!
23.-30. júlí: Halldóra Gyða Proppé og Sigurður Hrafn Kiernan
4.-11. ágúst: Elísabetar Margeirsdóttir og Halldóra Gyða
Innifalið í verði:
- Fararstjórn, gisting í skálum (3 nætur) og á hótelum (4 nætur).
- 2x rútuferðir, morgunverður alla daga og 4x kvöldverður.
- Trúss á farangri á milli gististaða nema á degi 4.
Ekki innifalið í verði:
- Flug, akstur til og frá Chamonix.
- Kvöldverður á degi 1, 3 og 7.
- hádegisverðir
- drykkir
Ísland – Genf – Chamonix (Frakkland)
Les Contamines - Montjoie – Les Chapieux: 17 km og um 1200 m hækkun
Les Chapieux – Courmayeur (Ítalía): 27 km og um 1200 m hækkun
Courmayeur – Bertone – Bonatti: 12 km og um 790 m hækkun
Bonatti – Ferret skarð – La Fouly: 20 km og um 770m hækkun
Champex – Vallorcine: 25 km og um 1500m hækkun
La Flegere – Chamonix: 14 km og um 700m hækkun
Chamonix – Genf – Ísland
Spurningar og svör
Afbókunarreglur ferða
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected]
Næturferðir
- Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu, ef 90 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef um pakkaferð er að ræaða þar sem flug er innifalið, fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Að öðru leyti gilda sömu reglur og hér að ofan.
Dagsferðir
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.