Dagsferð í Þórsmörk
Tindfjallahringur
ATH Ferðin er uppseld. Endilega skráið ykkur á biðlista og við látum vita ef pláss losnar
Náttúruhlaup ætla að skreppa í æfingaferð í Þórsmörk laugardaginn 24. júní og bjóða upp á skemmtilegar hlaupaleiðir í ævintýralegu umhverfi. Ferðin hentar langflestum getustigum Náttúruhlaupa, en boðið verður upp á hinn magnaða Tindfjallahring (12km). Farið verður á þægilegum hraða með þjálfurum fremst og aftast.
Þórsmörk -
dagsferð
Tvær vegalengdir eru í boði og leiðir eru mismunandi eftir því hvaða vegalengd er valin en allir fá stórkostlegt landslag!
Val um 2 hlaupa vegalendir:*
hækkun og lækkun
hækkun og lækkun
*Ef næg þátttaka næst


Fyrir hverja?
12km leiðin er fyrir öll getustig nema algjöra byrjendur. Ekki er lögð áhersla á hraða heldur að njóta leiðarinnar. Gengið verður upp brekkur og stoppað reglulega til að taka myndir og þjappa hópnum saman.
17 km leiðin er fyrir nokkuð vana hlaupara sem hafa farið álíka vegalendir einhvern tímann áður. Þessi leið er m.a. fyrir þau sem eru á undirbúningsnámskeiðið fyrir 5VH Trail Run.
Hvað er innifalið?
- Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum.
- Leiðsögn
- Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur.
Hvað er ekki innifalið?
- Matur og drykkur. Hægt er að kaupa hamborgaramiða fyrirfram við bókun.
Skyldubúnaður með í hlaupið:
- Hlaupajakki – gott að hafa hettu
- Síðerma hlaupapeysa
- Hlaupabuxur
- Vettlingar
- Buff eða húfa
- Fullhlaðinn sími
- 1 L af vökva
- Orka (nesti)
- Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)
- A.m.k. 2 góða hælsærisplástra
Gott að hafa með í hlaupinu:
- Sólgleraugu/hatt
- Sólaráburður
- Plástur og teygjubindi
- Álteppi (fæst í apótekum á um 300 kr.)
Farangur:
- Hrein föt til skiptana
- Hlý peysa og úlpa
- Auka húfa og vettlingar
- Auka skór
- Handklæði
- Sápa, sjampó og snyrtivörur
- Peningur/kort (öruggara að hafa þetta með á hlaupunum)
Afbókunarreglur
- Ef afbókað er með 2 sólahringa fyrirvara eða meira með því að senda pósta á [email protected], fæst fullt verð endurgreitt en ekkert fæst endurgreitt sé hætt við með styttri fyrirvara.