Laugavegurinn 2022
Klassískt ævintýri! Frábær leið til að njóta þessa magnaða landsvæðis.
Bæði fyrir fólk sem dreymir um að taka þátt í Laugavegs keppninni og aðra sem vilja njóta þess að hlaupa þessa stórkóstlegu leið á tveim dögum.
Laugavegurinn 2022
hefst eftir
Hlauptu Laugaveginn á tveim dögum!
Fyrsta daginn er hlaupið frá Landmannalaugum að Hvanngili. Vegalengd 27 km:
- Landmannalaugar-Hrafntinnusker eru 10 km og mesta hækkunin 500 m.
- Í Hrafntinnuskeri er stutt stopp, hægt að komast á þurrsalerni og fylla á vatnsbrúsa.
- Hrafntinnusker-Álftavatn er 12 km leið, í Álftavatni er ekki stoppað en möguleiki á salernisstoppi og fylla á vatnsbrúsa.
- Álftavatn-Hvanngil er 5 km leið og þar er kærkomið vað sem kælir kálfana.
Annan daginn er hlaupið aðra 27 km frá Hvanngili að Volcano Huts í Húsadal.
- Stuttu eftir Hvanngil þverum við Bláfjallakvísl, því næst njótum við Sandanna og stoppum stutt í Emstrum. Þar eru vatnssalerni og hægt að fylla á vatnsbrúsana. 13km.
- Frá Emstrum liggur leiðin meðfram Markarfljótsgljúfri og skömmu fyrir Þórsmörk þverum við Þröngá, þá taka á móti okkur skógarnir og við endum í Húsadal í Þórsmörk.
- Fyrir alla sem treysta sér að skokka u.þ.b. 27 km tvo daga í röð.
- Ekki er gerð krafa um hraða og hægt verður að fara á mismunandi hraða eftir getu.
- Mikið stoppað og notið á leiðinni.
Gunnur Róbertsdóttir og Birkir Már Kristinsson
Gunnur er þjálfari hjá Náttúruhlaupum, löggiltur lögsögumaður og sjúkraþjálfari. En fyrst og fremst er hún dásamlega hress og vinaleg manneskja.
Birkir Már er reyndur hlaupaleiðsögumaður og þjálfari hjá Náttúruhlaupum. Hann elskar að hlaupa í náttúrunni.
Innifalið í verði:
- Ferðir fram og til baka með rútu
- Gisting í Hvanngili (kojur með dýnum, nauðsynlegt að koma með svefnpoka).
- Trúss fyrir farangur
- Matur (kvöldmatur á degi 1., morgunmatur og hádeigisnesti á degi 2).
- Leiðsögn tveggja leiðsögumanna Náttúruhlaupa.
- Sturta/gufa/klósettaðstaða í Volcano Huts
- Gott veður (grín…en vonum það besta 😀)
Ekki innifalið í verði:
- Svefnpoki og koddi
- Hádegismatur/hlaupanesti á degi 1
- Kvöldmatur á degi 2 (má kaupa í sjoppu á Hvolsvöllum)
Dagur 1
– Þegar þangað er komið, borðum við hádeigismat í skálanum okkar eftir að hafa komið okkur vel fyrir.
– Hlaupið um Hrafntinnusker og Álftavatn. Vegalengd 27 km
– Við komuna í Hvanngil bíða töskurnar okkar og við getum farið í sturtu. Síðan elda leiðsögumennirnir góðan mat og við gistum öll í skálanum að Hvanngili. Áður en við förum að sofa förum við yfir dagskrá næsta dags.
Dagur 2
– Við förum 27 km leið inn í Húsadal. Þar bíða okkar töskurnar og við förum í sturtu og gufu. Þeir sem vilja geta fengið sér bjór eða aðra hressingu í Volcano Huts (ekki innifalið).
– Brottför frá Volcano Huts 17:00. Stoppað í sjoppunni Hvollsvöllum þar sem hægt er að kaupa sér léttan kvöldmat.
Spurningar og svör
Afbókunarreglur ferða
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected]
Næturferðir
- Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu, ef 90 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef um pakkaferð er að ræaða þar sem flug er innifalið, fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Að öðru leyti gilda sömu reglur og hér að ofan.
Dagsferðir
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.