Laugavegurinn 2024 – Einkaferð
Klassískt ævintýri! Frábær leið til að njóta þessa magnaða landsvæðis.
Bæði fyrir fólk sem dreymir um að taka þátt í Laugavegs keppninni og aðra sem vilja njóta þess að hlaupa þessa stórkóstlegu leið á tveim dögum.
Laugavegurinn 2024 – Einkaferð
júl, 2024
Verð:
125.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
2 dagar
Ferð
hefst eftir
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min
Dagsetningar
12.-13. júlí 2024
Erfiðleikastig
Nokkuð erfitt
Hópastærð
12-15
Verð
125.000 kr.
Fararstjóri
Reyndur fararstjóri frá Arctic Running/Náttúruhlaupum
Tengiliður/nánari upplýsingar
ferdir@natturuhlaup.is
Menu
Hlauptu Laugaveginn
Hlauptu Laugaveginn á tveim dögum!
Fyrsta daginn er hlaupið frá Landmannalaugum að Hvanngili. Vegalengd 27 km:
- Landmannalaugar-Hrafntinnusker eru 10 km og mesta hækkunin 500 m.
- Í Hrafntinnuskeri er stutt stopp, hægt að komast á þurrsalerni og fylla á vatnsbrúsa.
- Hrafntinnusker-Álftavatn er 12 km leið, í Álftavatni er ekki stoppað en möguleiki á salernisstoppi og fylla á vatnsbrúsa.
- Álftavatn-Hvanngil er 5 km leið og þar er kærkomið vað sem kælir kálfana.
Annan daginn er hlaupið aðra 27 km frá Hvanngili að Volcano Huts í Húsadal.
- Stuttu eftir Hvanngil þverum við Bláfjallakvísl, því næst njótum við Sandanna og stoppum stutt í Emstrum. Þar eru vatnssalerni og hægt að fylla á vatnsbrúsana. 13km.
- Frá Emstrum liggur leiðin meðfram Markarfljótsgljúfri og skömmu fyrir Þórsmörk þverum við Þröngá, þá taka á móti okkur skógarnir og við endum í Húsadal í Þórsmörk.
Fyrir hverja?
Fyrir hverja?
Fararstjórn
Hvað er innifalið?
Dagskrá ferðarinnar
Fyrir hverja?
Fararstjórn
Hvað er innifalið?
Dagskrá ferðarinnar
Fyrir hverja?
- Fyrir alla sem treysta sér að skokka u.þ.b. 27 km tvo daga í röð.
- Ekki er gerð krafa um mikinn hraða.
- Mikið stoppað og notið á leiðinni.
Gunnur Róbertsdóttir
Gunnur er þjálfari hjá Náttúruhlaupum, löggiltur lögsögumaður og sjúkraþjálfari. En fyrst og fremst er hún dásamlega hress og vinaleg manneskja. Ekki er ennþá öruggt að Gunnur verði farastjóri í ferðinni en við munum tryggja að þið fáið reyndan leiðstögumann/konu frá Náttúruhlaupum/Arctic Running.
Innifalið í verði:
- Ferðir fram og til baka með rútu
- Gisting í Hvanngili (kojur með dýnum, nauðsynlegt að koma með svefnpoka).
- Trúss fyrir farangur
- Matur (hádegissnarl og kvöldmatur á degi 1., morgunmatur og hádeigisnesti á degi 2).
- Leiðsögn leiðsögumanns/konu Náttúruhlaupa.
- Sturta/gufa/klósettaðstaða í Volcano Huts
- Gott veður (grín…en vonum það besta 😀)
Ekki innifalið í verði:
- Svefnpoki og koddi
- Kvöldmatur á degi 2 (má kaupa í sjoppu á Hvolsvöllum)

12. júlí (föstudagur)
Dagur 1
– Við mætum kl. 07:15hjá Húsgagnahöllinni Bíldshöfða. Okkar rúta leggur af stað kl. 07:30 í Landmannalaugar.
– Þegar þangað er komið, borðum við hádeigissnarl áður en lagt er í ævintýrið.
– Hlaupið um Hrafntinnusker og Álftavatn. Vegalengd 27 km
– Við komuna í Hvanngil bíða töskurnar okkar og við getum farið í sturtu. Síðan eldar leiðsögumaðurinn góðan mat og við gistum öll í skálanum að Hvanngili. Gert er ráð fyrir að þáttakendur aðstoði við matseld og frágang eins og þarf. Áður en við förum að sofa förum við yfir dagskrá næsta dags.
– Þegar þangað er komið, borðum við hádeigissnarl áður en lagt er í ævintýrið.
– Hlaupið um Hrafntinnusker og Álftavatn. Vegalengd 27 km
– Við komuna í Hvanngil bíða töskurnar okkar og við getum farið í sturtu. Síðan eldar leiðsögumaðurinn góðan mat og við gistum öll í skálanum að Hvanngili. Gert er ráð fyrir að þáttakendur aðstoði við matseld og frágang eins og þarf. Áður en við förum að sofa förum við yfir dagskrá næsta dags.
12. júlí (föstudagur)

13. júlí (laugardagur)
Dagur 2
– Sameiginlegur morgunmatur og kaffi. Fólk smyr sér nesti og tekur með í bakpokum sínum. Upphitun og förum yfir hvernig við þverum ár.
– Við förum 27 km leið inn í Húsadal. Þar bíða okkar töskurnar og við förum í sturtu og gufu. Þeir sem vilja geta fengið sér bjór eða aðra hressingu í Volcano Huts (ekki innifalið).
– Áætluð brottför frá Volcano Huts 16:00. Stoppað stutt í sjoppunni Hvollsvöllum þar sem hægt er að kaupa sér léttan kvöldmat (ekki innifalið).
– Við förum 27 km leið inn í Húsadal. Þar bíða okkar töskurnar og við förum í sturtu og gufu. Þeir sem vilja geta fengið sér bjór eða aðra hressingu í Volcano Huts (ekki innifalið).
– Áætluð brottför frá Volcano Huts 16:00. Stoppað stutt í sjoppunni Hvollsvöllum þar sem hægt er að kaupa sér léttan kvöldmat (ekki innifalið).
13. júlí (laugardagur)
Hvað þarf ég að hafa með?
Skyldubúnaður með í hlaupið:
- Hlaupajakki – gott að hafa hettu
- Síðerma hlaupapeysa
- Hlaupabuxur
- Vettlingar
- Buff eða húfa
- Fullhlaðinn sími
- 1 líter af vökva
- Orka (nesti)
- Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)
- A.m.k. 2 stk. vandaðir hælsæriplástrar, td frá Scholl
- Peningur/kort (þarf að borga 500 kr. í sturtu; öruggara að hafa þetta með á hlaupunum)
Gott að hafa með í hlaupinu:
- Sólgleraugu/hatt
- Sólaráburður
- Plástur og teygjubindi
Álteppi (fæst í apótekum á um 300 kr.) - Hleðslubatterí fyrir símann
Farangur sem er trússaður:
- Svefnpoki
- Koddi
- Hrein föt til skiptana
- Hlý peysa og úlpa
- Auka húfa og vettlingar
- Auka skór
- Handklæði
- Sápa, sjampó og snyrtivörur