Kvennaferð í Þórsmörk

Þetta er dekurferð fyrir konur á öllum aldri 😀

Við gistum í okkar eigin skála í Volcano Huts og borðum á veitingastaðnum. Þórsmörk er töfrandi staður og við skoðum þessa dýrlegu náttúru í þrem hlaupum og leggjum áherslu á að njóta.

Á kvöldin þegar búið er að hlaupa, fara í sturtu/sauna og borða kvöldmat, hlustum við á erindi frá Sigríði Huldu sem gefur okkur verkfæri til að takast á við áskoranir og njóta lífsíns enn frekar. 

Það er ekki annað hægt en að koma frá þessari ferð full af gleði, hamingju og endurnýjaðri orku.

ágú, 2022
Verð:
169.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
3 dagar
Ferð
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

Tveir spennandi fyrirlestrar verða í boði Sigríðar Huldu Jónsdóttur:

Lykilþættir fyrir vellíðan og árangur.
Farið yfir nokkra hagnýta þætti sem styðja við vellíðan og árangur og tengjast lífsstíl, hugsunum, venjum og viðhorfum okkar.

,,Mér líður vel” – hvað þarf til þess?
Við skoðum reynslu okkar og samspil líðan og umhverfis. Hvað hefur áhrif á okkur, hverju höfum við stjórn á og hvernig mætum við því sem við höfum ekki stjórn á?

Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA og MBA,  eigandi SHJ ráðgjafar

 Sigríður Hulda er eigandi SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og hópa. Sigríður er með MA gráðu í  náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi, allt frá Háskóla Íslands. Nánar má sjá um Sigríði Huldu á heimasíðu hennar.

Sigríðar Huldu Jónsdóttur
Fyrir hverja?
Þessi ferð er fyrir konur á öllum aldri sem vilja upplifa endurlífgandi helgi. Hlaupin eiga að hlaða batteríin frekar en að klára þau og því eru vegalengdir ekki mjög langar eða 5, 8 og 14 km. Þó reynir töluvert á, sérstaklega þegar farið er Tindfjallahringinn frá Húsadal en áherslan er á að njóta. Kennslan er hönnuð til að uppörva og aðstoða við að takast á við áskoranir og auka almenna vellíðan í lífinu. Umhverfið er algjörlega dýrlegt og félagsskapurinn geggjaður.

Gunnur Róbertsdóttir

Gunnur er þjálfari hjá Náttúruhlaupum, löggiltur lögsögumaður og sjúkraþjálfari. En fyrst og fremst er hún dásamlega hress og vinaleg manneskja. Annar kvk þjálfari frá Náttúruhlaupum verður með henni.

Innifalið í verði:

  • Leiðsögn tveggja fararstjóra Náttúruhlaupa
  • Okkar eigin rúta frá og til Reykjavíkur
  • Tveir uppbyggjandi fyrirlestrar
  • Þrjú hlaup í dásamlegu umhverfi
  • Teygjur og slökun í boði sjúkraþjálfara
  • Gisting í okkar eigin skála í Volcano Huts tvær nætur
  • Matur á veitingastað Volcano Huts morgna og kvölds. Hádeigisnesti og snarl.
  • Gufubað

Ekki innifalið í verði:

  • Drykkir (annað en vatn)
  • Morgunmatur á degi 1 og kvöldmatur á degi 3. 
5. ágúst (föstudagur)
Dagur 1
– Við mætum kl. 08:45 hjá Húsgagnahöllinni Bíldshöfða. Okkar rúta leggur af stað kl. 09:00 í Þórsmörk. – Þegar þangað er komið, borðum við hádeigismat í skálanum okkar eftir að hafa komið okkur vel fyrir. – Nú er komið að fyrsta hlaupinu en þá er farið upp á Valahnúk þar sem stoppað er til að dást að útsýninu. Síðan er farið frekar þægilegan hring. – Hlaupið tæpa 5 km og 170 m. hækkun.
– Eftir sturtu og sauna, nærum við andann og hlustum á Sigríði Huldu.
5. ágúst (föstudagur)
6. ágúst (laugardagur)
Dagur 2
– Eftir morgunmat förum við lengsta hlaupið, um 14 km og 520 m. hækkun. Við förum Tindfjallahringinn frá Húsafell og borðum nestið okkar á þessari fallegu leið.

– Sturta/gufa og hvíld fram að kvöldmat. Borðum svo kvöldmat á veitingastað Volcano Huts.

– Hlustum á seinni tölu Sigríðar Huldu
6. ágúst (laugardagur)
7. ágúst (sunnudagur)
Dagur 3
– Eftir morgunmat á Volcano Huts skokkum við að Básum, förum í Hvannargil og Álfakirkju og aftur tilbaka í Húsadal. Rúmir 8 km og 350 m hækkun.

– Eftir hlaupið eru teygjur og slökun í boði Gunnar.

– Kl. 17:00 sækir rútan okkur. Stoppað er í sjoppu á Hvolsvelli þar sem hægt er að versla léttan kvöldmat. Á
7. ágúst (sunnudagur)
Myndir

Myndir

Spurningar og svör

Spurningar og svör