Kvennaferð í Þórsmörk
Þetta er dekurferð fyrir konur á öllum aldri 😀
Við gistum í okkar eigin skála í Volcano Huts og borðum á veitingastaðnum. Þórsmörk er töfrandi staður og við skoðum þessa dýrlegu náttúru í þrem hlaupum og leggjum áherslu á að njóta.
Á kvöldin þegar búið er að hlaupa, fara í sturtu/sauna og borða kvöldmat, hlustum við á erindi frá Sigríði Huldu sem gefur okkur verkfæri til að takast á við áskoranir og njóta lífsíns enn frekar.
Það er ekki annað hægt en að koma frá þessari ferð full af gleði, hamingju og endurnýjaðri orku.
hefst eftir
Tveir spennandi fyrirlestrar verða í boði Sigríðar Huldu Jónsdóttur:
Lykilþættir fyrir vellíðan og árangur.
Farið yfir nokkra hagnýta þætti sem styðja við vellíðan og árangur og tengjast lífsstíl, hugsunum, venjum og viðhorfum okkar.
,,Mér líður vel” – hvað þarf til þess?
Við skoðum reynslu okkar og samspil líðan og umhverfis. Hvað hefur áhrif á okkur, hverju höfum við stjórn á og hvernig mætum við því sem við höfum ekki stjórn á?
Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA og MBA, eigandi SHJ ráðgjafar
Sigríður Hulda er eigandi SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og hópa. Sigríður er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi, allt frá Háskóla Íslands. Nánar má sjá um Sigríði Huldu á heimasíðu hennar.
Gunnur Róbertsdóttir
Gunnur er þjálfari hjá Náttúruhlaupum, löggiltur lögsögumaður og sjúkraþjálfari. En fyrst og fremst er hún dásamlega hress og vinaleg manneskja. Annar kvk þjálfari frá Náttúruhlaupum verður með henni.
Innifalið í verði:
- Leiðsögn tveggja fararstjóra Náttúruhlaupa
- Okkar eigin rúta frá og til Reykjavíkur
- Tveir uppbyggjandi fyrirlestrar
- Þrjú hlaup í dásamlegu umhverfi
- Teygjur og slökun í boði sjúkraþjálfara
- Gisting í okkar eigin skála í Volcano Huts tvær nætur
- Matur á veitingastað Volcano Huts morgna og kvölds. Hádeigisnesti og snarl.
- Gufubað
Ekki innifalið í verði:
- Drykkir (annað en vatn)
- Morgunmatur á degi 1 og kvöldmatur á degi 3.
Dagur 1
– Eftir sturtu og sauna, nærum við andann og hlustum á Sigríði Huldu.
Dagur 2
– Sturta/gufa og hvíld fram að kvöldmat. Borðum svo kvöldmat á veitingastað Volcano Huts.
– Hlustum á seinni tölu Sigríðar Huldu
Dagur 3
– Eftir hlaupið eru teygjur og slökun í boði Gunnar.
– Kl. 17:00 sækir rútan okkur. Stoppað er í sjoppu á Hvolsvelli þar sem hægt er að versla léttan kvöldmat. Á
Spurningar og svör
Afbókunarreglur ferða
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected]
Næturferðir
- Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu, ef 90 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef um pakkaferð er að ræaða þar sem flug er innifalið, fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Að öðru leyti gilda sömu reglur og hér að ofan.
Dagsferðir
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.