Hlaupaferð á Hornströndum
Langar þig að upplifa ævintýri og friðsæld á Hornströndum?
Komdu í hlaupaferð 20.-23. júlí um þetta magnaða svæði.
Hlaupaferð á Hornströndum
hefst eftir
Friðlandið á Hornströndum
Friðlandið á Hornströndum býður uppá einstakt útsýni yfir hafið, mikilfengleg fuglabjörg, grasi vaxna stíga, breiðar fjörur hlaðnar rekaviði og sólarlag í kyrrðinni. Einu íbúar svæðisins eru refir.
Lýsing
Þátttakendur mæta á eigin bílum við höfnina í Norðurfirði fimmtudaginn 20. júlí og fara þaðan sunnudaginn 23. júlí.
Við hefjum og endum ferðina á Norðurfirði, siglum í Hornbjargsvita og það er bækistöðin okkar allan tímann. Það gerir allt miklu einfaldara, allir á sínum hraða og berum ekkert nema vatn og snarl.
Við njótum þessarar stórkostlegu náttúru í fjóra dásamlegir daga. Í Lengstu dagsferðinni er aðalaðdráttaraflið Hornbjargið sjálft (19 km & 900m hækkun og lækkun) og það er er í boði að bæta við Kálfatindum (+2km og 200m hækkun/lækkun). Síðan eru tveir styttri dagar í Hrollaugsvík og Hornvíkin (14km). Á brottfarardegi er stutt fjöruferð.m
Fararstjórn
Leiðsögumaður er Gunnur Róbertsdóttir, fjallaleiðsögumaður, sjúkraþjálfari og hlaupaþjálfari hjá Náttúruhlaupum.
- Bátsferðin með Strandferðum.
- Gisting í skála Ferðafélags Íslands í vitanum.
- Morgunmatur
- Leiðsögn, upphitun & dekurteygjur, slökun og kátína.
Ekki innifalið í verði:
- Matur (nema morgunmatur)
- Aðgangseyrir í sundlaugina Krossnesi í lok ferðar.
- Sturta (það er sjaldséður lúxus að komast í sturtu í friðlandinu, en það eru 500 kr. skiptið).