Everest Maraþon 2023

 

Náttúruhlaupin bjóða upp á spennandi hlaupaferð til Nepals, Everest maraþonið, hæsta maraþon í heimi. Ferðin er staðfest!

 
maí, 2023
Verð:
639.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
20 dagar
Ferð
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min
Everest

Everest Maraþon með Náttúruhlaupum!

Tenzing Hillary Everest Maraþonið er alþjóðlegur íþróttaviðburður þar sem hlaupin er 42 km leið úr Grunnbúðum Everest niður í Namche Basar, höfuðstað Sherpana. Hlaupið fer fram 29. maí ár hvert en það er dagurinn sem Tenzing Norgay Sherpa og Edmund Hillary komust á topp Everest árið 1953 í fyrstu uppgöngunni á fjallið. Hlaupið verður haldið í 20. skiptið árið 2023 og koma þátttakendur alls staðar að úr heiminum.

Boðið er upp á 60 km ultra maraþon, 42 km maraþon og 21 km hálfmaraþon. Hlaupið er eftir góðum göngustígum sem liggja að mestu niður á við en það má benda á að það er erfitt að hlaupa í svona mikilli hæð. Í ferðinni er því gert ráð fyrir góðum tíma til þess að aðlagast hæðinni þegar hópurinn gengur rólega upp í Grunnbúðir Everest fyrir hlaupið.

Athugið: Allar myndir af Halldóru hlaupandi eru teknar af Ólafi Má Björnsyni, aðrar Everest myndir eru teknar af Leifi Erni Svavarssyni og Sigrúnu Hrönn Hauksdóttur.
Fyrir hverja?

Fyrir hverja er ferðin?

Tenzing Hillary Everest maraþonið hentar hlaupurum sem eru í góðri líkamlegri þjálfun og vanir hlaupum.

Einnig er hægt að sleppa því að taka þátt í hlaupinu sjálfu, en ganga upp í Everest base camp með hópnum og niður degi á undan til að taka á móti hlaupurunum.

Þessi ferð er fyrir alla sem vilja bæta stóru ævintýri í líf sitt og eru tilbúnin í áskorun!

Ítarupplýsingar
Halldóra Matthíasdóttir
Halldóra Gyða
HelgaMaria_3
Helga María

Fararstjórar

Fararstjórar í ferðinni eru þau Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Helga María Heiðarsdóttir.

Halldóraer hlaupaleiðsögumaður og hlaupari. Hún er með mikla reynslu af fjallahlaupum þar sem hún hefur hlaupið eitt 330 km hlaup, tvö 100 mílna (170 km) utanvegahlaup, hún hefur farið níu utanvegahlaup sem eru lengri en 100 km, sex sinnum hlaupið Laugaveg Ultra og er eina íslenska konan sem hefur klárað Mt. Esja Ultra Iceland (11 ferðir upp að Steini). Auk þess hefur hún klárað fimm Ironman keppnir og nokkur maraþon. Hún er Landvættur númer átta og “En Svensk Klassiker” númer 10834. Halldóra hefur gengið í grunnbúðir Everest og þekkir því af eigin raun að hlaupa í hæð.

Helga María er mjög reynd leiðsögukona og hefur leiðsagt ófáar ævintýraferðirnar, hún er formaður fjallaleiðsögumanna á Íslandi og mikill náttúruhlaupari. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur og er mjög fróð um náttúru og jarðfræði og hefur gaman af því að deila með öðrum.
Helga María hefur ferðast víða og hún þekkir vel ferðamennsku í hæð og ferðalög á framandi slóðum. Hún mun leiða hópinn í göngunni upp í grunnbúðir Everest og tryggja sem besta hæðaraðlögun. En góð hæðaraðlögun er lykilatriði til að upplifunin í hlaupinu verði sem ánægjulegust.

Það má lofa því að það er aldrei leiðinlegt í kringum Halldóru og Helgu Maríu!

Gisting

Þær nætur sem hópurinn er í Katmandu mun hann gista á frábæru hóteli sem er miðsvæðis í borginni.

Á meðan á göngunni stendur dvelur hópurinn í nepölskum skálum sem eru einnig þekktir sem tehús. Tehús eru einfaldir óupphitaðir skálar með vinalegt andrúmsloft en lítinn lúxus enda eru þeir staðsettir langt frá næsta vegi og þarf því að bera allt til þeirra – af mönnum og dýrum. Herbergin eru tveggja manna með sameiginlegri þvotta- og salernisaðstöðu. Sumir skálar bjóða upp á heitar sturtur (greitt sérstaklega fyrir) og hleðslu fyrir rafhlöður (greitt sérstaklega fyrir). Það er alveg ógleymanlegt að dvelja á tehúsum og frábær leið fyrir okkur að hitta annað fólk sem mun taka þátt í hlaupinu.

Í Everest base camp gistum við tvær nætur í tjöldum þar sem þar eru ekki skálar. Við gistum í fjallatjöldum og auk þess verður borðtjald og klósetttjöld fyrir hópinn. Kokkur mun sjá um að elda fyrir okkur og hita vatn fyrir drykki og þvott.

Innifalið í verði

 • Undirbúningsfundur með leiðsögumanni fyrir brottför.
 • Skráning í Everest maraþonið, keppnisgögn og keppnisbolur.
 • Hátíðarkvöldverður í Lukla að loknu hlaupi og í Kathmandu 2. júní.
 • Íslensk leiðsögn.
 • Ráðleggingar varðandi flug. Akstur til og frá flugvelli í Kathmandu.
 • Hótel með morgunverði í Kathmandu í 4 nætur.
 • Skoðunarferð um Kathmandu með staðarleiðsögumanni.
 • Innanlandsflug til og frá Lukla.
 • Nepalskur gönguleiðsögumaður og aðstoðarleiðsögumaður.
 • Burður á farangri á meðan á göngu stendur, 1 burðarmaður á hverja 2 farþega.
 • Tryggingar staðarleiðsögumanna og burðarmanna.
 • Leyfisgjöld og aðgangur í Khumbu þjóðgarðinn.
 • Allur matur og gisting í gistihúsum á göngunni.
 • Lyfjakista með sérhæfðum lyfjum og súrefniskútur.

Ekki innifalið í verði

 • Flug til og frá Kathmandu.
 • Vegabréfsáritun til Nepal, keypt á flugvellinum og kostar 40 USD.
 • Matur í Kathmandu, annar en morgunverður.
 • Þjórfé til heimamanna.
 • Persónuleg eyðsla eins og aðgangur að neti á göngunni, drykkir og hleðsla á raftækjum.

Dagskrá

Dagur 1, 15. maí - Kathmandu (1300m)
Ísland – Kathmandu
Lent í Kathmandu þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hótelið, sem er gömul höll staðsett í miðbæ Kathmandu. Upplagt að nota það sem eftir lifir dags til þess að slappa af á hótelinu eða rölta um líflegar götur Kathmandu.
Dagur 1, 15. maí - Kathmandu (1300m)
Dagur 2, 16. maí
Kathmandu
Skoðunarferð um hina heillandi borg Kathmandu þar sem við komum við á öllum helstu kennileitum og kynnumst nánar þeim lystisemdum sem borgin býr yfir, heilögum kúm og hraðskreiðum leigubílum. Gist á sama hóteli, morgunverður.
Dagur 2, 16. maí
Dagur 3, 17. maí
Kathmandu – Lukla – Phakding (2610m)
Í dag kveðjum við Kathmandu og fljúgum til Lukla þar sem leiðsögusjerpi hópsins tekur á móti okkur. Gönguferðin hefst með göngu upp til þorpsins Phakding sem er að finna í fallegum dal og merkilegt nokk að þessi fyrsta ganga er að mestu leyti niður í móti. 2-3ja tíma ganga, um 8 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 3, 17. maí
Dagur 4, 18. maí
Phakding - Namche Basar
Í dag liggur leiðin upp á við til höfuðborgar sjerpanna og flestir eiga sín fyrstu kynni af hengibrúm á leiðinni þegar farið er yfir ána Dudh Kosi (Mjólká). 5-6 tíma ganga, ca 15 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 4, 18. maí
Dagur 5, 19. maí
Namche Basar aðlögunarhlaup (3440m)
Dagur til þess að skoða þessa sjerpaborg nánar í fylgd leiðsögumannsins og fara í stutta göngu upp í 4.000 m hæð þar sem við sjáum Everst í fyrsta skipti í ferðinni. Á bakaleiðinni tökum við létt skokk niður i móti. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 5, 19. maí
Dagur 6, 20. maí
Namche Basar – Khumjung (3.740m)
Það er stutt ganga yfir til Khumjung en þar er margt að skoða. Edmund Hillary byggði þar grunnskóla sem er enn starfræktur. Klaustrið geymir frægt höfuðleður snjómannsins ógurlega sem Herge notaði sem fyrirmynd í bók sinni Tinni í Tíbel. Auk þess eru verslanir með ullarvörur unnar úr jakuxaull og margt fleria. 2-3ja tíma ganga, ca 2-3 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 6, 20. maí
Dagur 7, 21. maí
Kumjung - Tengboche – Deboche (3820m)
Leiðin í dag liggur áfram og upp í sannkallað fjallalandslag. Tengboche er einn helgasti staður Nepal og þar er klaustur hvaðan njóta má útsýnis til hinna tilkomumiklu tinda AmaDablam, Lhotse og Everest. Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað klaustrið er haldið niður til litla þorpsins Deboche þar sem gist er. 5-6 tíma ganga, 6-8 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 7, 21. maí
Dagur 8, 22. maí
Deboche – Dingboche (4410m)
Haldið upp eftir dalnum sem Imja Kola áin fellur um og enn bætist í fjöldann af tindum sem birtast og við ættum að sjá Island Peak og jafnvel Makalu – fimmta hæsta fjall heims. Gist í þorpinu Dingboch. 5-6 tíma ganga, ca 12 km.Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 8, 22. maí
Dagur 9, 23. maí
Dingboche aðlögunarhlaup
Til þess að tryggja góða hæðaraðlögun er dvalið áfram í þorpinu Dingboche næstu nótt og gengið inn dalinn áleiðs að Isand Peak. Eftri hádegismat í þorpinu Chukung er tekið rólegt skokk til baka til Dingboche. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 9, 23. maí
Dagur 10, 24. maí
Dingboche – Lobuche (4910m)
Gangan heldur áfram upp í móti til þorpsins Lobuche sem er eitt af síðustu byggðu bólunum áður en komið er upp í grunnbúðir. 5 tíma ganga, ca. 9 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 10, 24. maí
Dagur 11, 25. maí
Lobuche – Gorakshep (5140m)
Gangan í dag liggur upp í efstu byggðir Kumbudalsins, rétt neðan við grunnbúðir Everest. Umkring hæstu fjöllum heims förum við í létta göngu til þess að aðlagast þunnu loftinu. 5 tíma ganga, ca 6 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.daga
Dagur 11, 25. maí
Dagur 12, 26. maí
Ghorakshep – Kalapattar (5550m)
Frá þessu litla þorpi sem virðist vera á hjara veraldar liggur leið okkar til baka niður á við til þorpsins Thukla. Á leiðinni göngum við upp á Kalapattar fjallið og teygjum í okkur dásemd fjallahringsins. 2-3ja tíma ganga, um 2km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 12, 26. maí
Dagur 13, 27. maí
Ghorakshep - grunnbúðir Everest 5.365m
Stuttur göngudagur yfir í grunnbúðir Everest sem eru iðandi af lífi þessa dagana. Það er fágætt að göngumenn fái að gista í Grunnbúðunum. 3ja-4ra tíma ganga, ca. 6 km. Gist í tjaldi, fullt fæði.
Dagur 13, 27. maí
Dagur 14, 28. maí
Grunnbúðir Everest
Hvíldardagur í Grunnbúðum og undirbúningur undir hlaupið. Gist í tjaldi, fullt fæði.
Dagur 14, 28. maí
Dagur 15 - 29. maí
Hlaupadagurinn
Hlaupið til Namche Basar. 42 km FULLT MARAþON Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 15 - 29. maí
Dagur 16, 30. maí
Namche Basar – Monjo (2835m)
Rólegur morgunn. Í eftirmiðdaginn er gengið niður Mjólkurárdalinn í þorpið Monjo. 4-5 tímar, ca 8 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 16, 30. maí
Dagur 17, 31. maí
Monjo – Lukla (2480m)aðlögunarhlaup
Síðasti göngudagurinn leiðir hópinn til bæjarins Lukla. 4-5 tíma ganga, um 10 km. Gist á gistihúsi, fullt fæði.
Dagur 17, 31. maí
Dagur 18, 1. júní
Lukla – Kathmandu
Flogið til baka til Kathmandu og akstur á hótel þar sem gist er næstu tvær nætur. Eftirmiðdagur og kvöldið frjálst. Gist á hóteli með morgunverð. Hádegis- og kvöldverður ekki innifalinn.
Dagur 18, 1. júní
Dagur 19, 2. júní
Kathmandu
Frjáls dagur til þess að skoða Kathmandu, fara í nudd eða slaka á eftir ferðina á vönduðu hóteli. Gist á hóteli með morgunverð. Hádegis- og kvöldverður ekki innifalinn.
Dagur 19, 2. júní
Dagur 20, 3. júní
Heimferð
Dagur 20, 3. júní Akstur á flugvöll – heimferð.
Dagur 20, 3. júní
Myndir

Myndir

Spurningar og svör

Spurningar og svör