Cinque Terre Einkaferð: Suss

Í þessari vinsælu hlaupaferð fljúgum við til Mílanó (beint flug mögulegt) og gist verður í bænum Monterosso al Mare.

Cinque Terre eða Þorpin fimm, eru afskekkt sjávarþorp í Ítölskum þjóðgarði og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þorpin urðu vinsæll ferðamannastaður eftir að þau urðu aðgengileg með lestum á 20. öldinni. Þorpin eru þekkt fyrir ótrúlega fegurð og eru fullkominn áfangastaður fyrir göngu- og hlaupaferðir. Svo má ekki gleyma að Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og frábæran ís. Hiti í september á Ítalíu er 20-27 gráður.

sep, 2023
Verð:
219.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
8 dagar
Ferð
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min
Um ferðina

Hreyfing og fegurð

 • Markmið ferðarinnar er að njóta þess að hreyfa sig í fallegri náttúru. Dagleiðirnar verða á bilinu 10-25km í fjöllum. Lengstu dagleiðunum er yfirleitt skipt í tvennt þar sem hægt er að fá sér hádegismat og skoða sig um áður en haldið er áfram. Einnig verður í boði að stytta lengstu dagleiðirnar án þess að missa af þorpunum.
 • Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
 • Við gistum í bænum Monterosso, huggulegum sjávarbæ. Hótelið er nálægt lestarstöðinni, en lestarferðir verða mikið nýttar. 
 • Stefnt er að því að hlaupa alla dagana nema einn, en þá verður hægt að komast á ströndina, versla eða fara í siglingar. 
 • Gefnar verða út gpx-skrár af hlaupaleiðunum ásamt slóðanúmerunum sem eiga að fylgja.  
Fyrir hverja?

Fyrir alla sem hafa hlaupið reglulega og eru í formi. Ekki þarf að vera hraður hlaupari. Miða má við að vera a.m.k. 3-5 klst á fótum á hverjum degi, en það verður mikið gengið þar sem um fjöll og mikilfenglegt landslag er að ræða. Gengið verður upp flest allar brekkur en hlaupið á jafnsléttu og niður á við. 

Álagið er upplagt fyrir vínaruða í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa og upp úr eða hlaupara sem fara reglulega 10-15km. Markmiðið er að njóta þess að hreyfa sig í góðu veðri í fallegri náttúru og því ætti enginn að verða útundan. 

Hægt er að komast á hvern áfangastað með þægilegum opinberum samgöngum. Upplagt er því að taka t.d. maka með sem er ekki hlaupandi og hann getur hitt hópinn á áfangastað. Einnig má auðveldlega sleppa úr hlaupi einn og einn dag. 

Ingvar og Þóra Bríet á Cinque Terre svæðinu

Ingvar Hjartarson og Þóra Bríet Pétursdóttir verða fararstjórar ferðarinnar.  

Ingvar vari í námi á Ítalíu og þekkir vel til svæðisins og ítölsku menningarinnar. Ingvar hefur verið leiðtogi í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa síðan 2017, þjálfað á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa ásamt því að þjálfa skokkhópa og byrjendanámskeið hjá Skokkhópi Fjölnis. Ingvar var einnig fararstjóri í Elbu-ferðinni hjá Náttúruhlaupum 2019. Ingvar hefur verið á hlaupum síðan 2010 og er einn af bestu utanvegahlaupurum landsins.

Þóra Bríet fór með í ferðina í fyrra. Hún hefur lengi verið leiðtogi í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa og þjálfari á grunnnámskeiðum.  

Innifalið í verði:

 • Gisting – 6 nætur í Monterosso og ein nótt í Mílanó, alls 7 nætur.
 • Matur – Morgunmatur innifalinn alla daga. Kvöldmatur tvö kvöld.
 • Allar samgöngur – fyrir utan flug og lest á milli flugvallar og Mílanó.
 • Fararstjóri / leiðsögn allar leiðirnar
 • Dagspassi í Cinque Terre (bara þennan eina dag sem við munum nota hann).

Ekki innifalið í verði:

 • Flug til og frá Mílanó
 • Lest á milli flugvallar og Mílanó
 • Hádegisverður, drykkir, kvöldmatur (fyrir utan tvö kvöld).

Hótelið í Monterosso býður ekki upp á kvöldverð en nokkrir huggulegir veitingastaðir eru í bænum. Því var ákveðið að leyfa fólki að velja sjálft hvar það borðar kvöldmat en þó verður sameiginlegur kvöldmatur fyrsta og síðasta kvöldið í Monterosso.

Spurningar og svör
9. sept. (laugardagur)
Mílanó
– Ferðalag til Mílanó. Hægt að fá beint flug með Icelandair sem lendir 14:45. Hugsanlega er hægt að fá ódýrara flug með því að fljúga í gegnum London. Þeir sem vilja geta komið fyrr og gert meira úr fríinu.

Þægilegar lestarsamgöngur eru á milli flugvallarins og lestastöðvarinnar í Mílanó en hótelið er í göngufæri þaðan.

– Tékkað inn á hótelið okkar. Dagskráin hefst svo formlega daginn eftir.
9. sept. (laugardagur)
10. sept. (sunnudagur)
Monterosso
– Eftir morgunmat á hótelinu förum við í létt útsýnisskokk um Mílanó.

– Lest frá Mílanó til Htl Palme, í Monterosso al mare, þar sem gist verður það sem eftir er ferðarinnar. Ferðalagið tekur um 3 klst.

– Tékkað inn á hótelið í Monterosso á milli kl 15-16 og förum í u.þ.b. 8km hlaup frá Monterosso til Levanto. Lest tilbaka.

– Borðum saman kvöldmat á veitingastað nálægt hótelinu.
10. sept. (sunnudagur)
11. sept. (mánudagur)
Þjóðgarðurinn (8km + 12km)
– Hlaup til Vernazza, Corniglia (8km) og þaðan til Manarola/Riomaggiore (ca 12km fjallahlaup með 700-900 m hækkun.

– Allir taka fyrra hlaupið en hægt að taka lest fyrir þá sem vilja sleppa seinna hlaupinu.
11. sept. (mánudagur)
12. sept. (þriðjudagur)
Riomaggiore - Portovene - La Spezia (13km + 16km)
– Lest um morguninn til Riomaggiore

– 13km fjallahlaup (Riomaggiore -> Portovenere)

– Fjallahlaup/ganga seinnipartinn: Portovenere -> La Spezia (16km+)

– Lest til baka til Monterosso.
12. sept. (þriðjudagur)
13. sept. (miðvikudagur)
Hvíldardagur
– Þessi dagur er frjáls

– Hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl.

– 10-15km fjallahlaup í nágreni Monterosso fyrir þá sem vilja, mikið af leiðinni búið að fara áður.
13. sept. (miðvikudagur)
14. sept. (fimmtudagur)
Dagsferð til Portofino skagans
– Lest til S. Marcherita Ligure.

– 12-20km fjallahlaup um Portofino skagann. Förum í flesta bæina og útsýnisstaði.

– Lest til baka til Monterosso að degi loknum.
14. sept. (fimmtudagur)
15. sept. (föstudagur)
Hlaup meðfram sjávarlengjunni (8-15km)
– Lest til Levanto og hlaupið til norðurs meðfram sjávarlengjunni – 8-15km.

– Lest til baka til Monterosso að degi loknum.

– Borða saman á veitingastað síðasta kvöldið í Monterosso
15. sept. (föstudagur)
16. sept. (laugadagur)
Mílanó og ferðalagið heim
– Checkað út af hóteli

– Lest til Mílanó. Hægt er að láta geyma farangurinn á lestarstöðinni og skoða borgina á eigin vegum þar sem beina flugið með Icelandair fer 15:45. Þeir sem vilja geta lengt ferðina.
16. sept. (laugadagur)
Myndir

Myndir

Myndir

Spurningar og svör