Skráning er hafin í bæði námskeiðin! 

Kynningarkvöld verður haldið í húsakynnum 66°Norður Faxafeni miðvikud. 27. apríl.
 
 
Grunnnámskeið Náttúruhlaupa er fyrir alla sem vilja prufa þennan skemmtilega lífstíl, hvort sem um er að ræða algjöran byrjanda í hlaupum eða fólk sem hefur eitthvað hlaupið. 
 
5VH námskeiðið er nýtt námskeið, hannað fyrir hlaupara sem vilja þjálfa sig upp í að taka þátt í 20 til 30 kílómetra utanvegahlaup í skemmtilegum félagsskap og undir handleiðslu reyndra hlaupaþjálfara.

5VH námskeiðið byggir á sama grunni og  hið geysivinsæla Laugavegsnámskeið og er hugsað fyrir fólk sem vill fá faglega þjálfun fyrir utanvegahlaup og byggja upp góðan grunn fyrir möguleg lengri hlaup í framtíðinni. 

Námskeiðið stendur fram að Fimmvörðuhálshlaupinu 13. ágúst og er hlaupið 28 kílómetra langt og fá þátttakendur 15 prósenta afslátt í 5VH Trail Run en undirbúningurinn á námskeiðinu nýtist einnig fyrir önnur utanvegahlaup að svipaðri lengd og fara fram síðla sumars.

 Áhugasamir mega endilega melda sig á Facebook viðburðunum:

 

Facebook viðburður Grunnnámskeið: SMELLIÐ HÉR

Facebook viðburður 5VH námskeið: SMELLIÐ HÉR