Tour Monte Rosa 2023

Við kynnum nýja hlaupaferð í Ölpunum með Elísabetu Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé í kringum Monte Rosa fjallgarðinn.  Hlaupaferðin hefst í fræga skíðabænum Zermatt í Sviss en hann stendur rétt fyrir neðan Matterhorn fjallið. Á fyrsta hlaupadegi er farið til Ítalíu yfir Teodulo skarðið og á þriðja hlaupadegi er aftur haldið yfir til Sviss yfir Monte Moro skarðið. 

Jul, 2023
Full price:
279.000 kr.
Registration open
Distance:
8 dagar
Ferð
starts after
00
Days
:
00
Hrs
:
00
Min
Ný alpaferð

alpaferð með Náttúruhlaupum

Við kynnum nýja hlaupaferð í Ölpunum með Elísabetu Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé í kringum Monte Rosa fjallgarðinn. Hæsti tindur Monte Rosa, Dufourspitze (4634m) er næst hæsti tindur alpanna á eftir Mt. Blanc. Hlaupaferðin hefst í fræga skíðabænum Zermatt í Sviss en hann stendur rétt fyrir neðan Matterhorn fjallið. Á fyrsta hlaupadegi er farið til Ítalíu yfir Teodulo skarðið og á þriðja hlaupadegi er aftur haldið yfir til Sviss yfir Monte Moro skarðið. Ár hvert er haldið keppnishlaup sem fer sömu leið: Ultra Tour Monte Rosa.

Leiðin er krefjandi og fer um mögnuð stígakerfi, m.a. Grächen–Saas Fee Höhenweg, Europaweg og fornar verslunarleiðir Walser fólksins. Farið er yfir jökul með fjallaleiðsögufólki á fyrsta degi. Á síðasta degi verður farið yfir Charles Kuonen hengibrúna, sem er 494m löng og sú þriðja lengsta í heimi!

Hlaupaleiðin sem verður farin á sex dögum er samtals um 120 km löng og samanlögð hækkun er um 8000 metrar. Þetta er ferð fyrir vana utanvega- og fjallahlaupara og er kostur að hafa reynslu af sambærilegum ferðum t.d. Tour du Mt. Blanc. Gist verður í fjallaskálum í hlaupaferðinni og þarf því að hafa allan aukabúnað á sér allan tímann í góðum hlaupabakpoka. 

Who's fit

Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar hlaupurum sem hafa mikla reynslu af lengri hlaupum og einnig vana fjallahlaupara. Mikill kostur að hafa farið í sambærilega hlaupaferð þar sem dagleiðir eru allt að 20-25km. Tveir fararstjórar verða í ferðinni sem býður upp á að skipta hópnum eftir þörfum.

Ég stefni á að fara í fjallakeppni í sumar/haust. Hentar ferðin mér? Já! Ferðin er tilvalin æfingaferð fyrir alla sem stefna á lengri fjallahlaup t.d. UTMB hlaupin o.fl. Frábært tækifæri til að þjálfa sig í að fara upp og niður langar brekkur í þynnra lofti. Heil vika við þessar aðstæður hefur mikið þjálfunargildi fyrir alla sem vilja bæta fjallahlaupaformið.

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Elísabetar Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé. Þær eru þaulreyndir utanvegahlauparar og hafa m.a. stýrt saman ferðum á vegum Náttúruhlaupa í kringum Mt. Blanc.

Innifalið í verði:

  • Fararstjórn
  • Gisting í fjallaskálum (4 nætur) og á hótelum (3 nætur).
  • Morgunverður alla daga og 4x kvöldverðir.
  • Leiðsögn yfir jökul með UIAGM fjallaleiðsögumönnum.
  • Lyftupassar fyrir styttingu á hlaupadegi nr. 2.
  • Aðstoð við undirbúning í tengslum við þjálfun og búnað.

Ekki innifalið í verði:

  • Flug, akstur til og frá Zermatt, kvöldverður á degi 1, 5 og 7.
  • Hádegissnarl
  • Drykkir
  • Fararstjóri mun bóka hádegisverði í skálum/bæjum eða skipuleggja nestispásur eftir aðstæðum og þörfum hópsins.
28. júlí (föstudagur)
Zermatt, Matterhorn bærinn!
Hópurinn hittist í útivistar- og skíðabænum Zermatt í Sviss. Hægt er að fljúga með beinu flugi frá Íslandi til Genfar þann 29. júlí. Fararstjórar munu skipuleggja ferðalag frá flugvelli og til Zermatt fyrir þá sem vilja, hvort sem það verður með lest eða einkaakstri. Hópurinn kemur sér fyrir á hóteli og fararstjórar munu fara yfir dagleiðir og aðstoða við lokaundirbúning. Mikilvægt að allt sé að mestu leyti klárt fyrir hlaupaferðina þegar komið er til Zermatt
28. júlí (föstudagur)
29. júlí (laugardagur)
Zermatt - Teodulo skálinn (3317m), 13km og +1700m/-70m
Dagurinn byrjar á því að fara upp í litla þorpið Zmutt (1936 m). Þaðan heldur leiðin upp úr blómstrandi alpaengi með alpaskálum í grýttara landslag og á jökul. Þarna erum við rétt fyrir neðan Matterhorn og er útsýnið strax stórkostlegt! Klifrið heldur áfram smám saman upp að Trockener Steg (2939m) og þaðan að Gandegg skálanum (3030m). Í skálanum fær hópurinn sér hressingu og hittum fjallaleiðsögumenn sem leiða hópinn yfir jökulinn. Eftir leiðina yfir jökulinn og langan kafla í snjó er farið yfir Teodulo skarðið og dagurinn endar í skálanum sem er kenndur við það.
29. júlí (laugardagur)
30. júlí (sunnudagur)
Teodulo skálinn - Pastore skálinn (1575m), 26km og +1700m/-1700m
Hópurinn þarf að leggja af stað mjög snemma eftir góðan morgunverð. Frá skálanum er hlaupið niður að Cime Bianche vatninu áður en komið er að Cime Bianche skarðinu. Næst tekur við langt niðurhlaup að þorpinu Saint Jacques. Ekki er farið alla leið í það heldur haldið hæð til Résy og svo að Bettaforca skarðinu (2672m). Hér er leiðin stytt yfir skíðasvæði með lyftuferðum. Það mun fara eftir veðri og tíma hvort hópurinn muni hlaupa frá Passo dei Salati (2936m) og lengja hlaup dagsins. Komið er við í Alagna þorpinu en haldið áfram inn dalinn og gist í Pastore skálanum (1575m) sem er mjög flottur og þekktur fyrir góðan mat.
30. júlí (sunnudagur)
31. júlí (mánudagur)
Pastore skálinn - Oberto Maroli skálinn (2796m), 23km og +1200m/-1500m
Skálinn er staðsettur þar sem hópurinn byrjar klifrið yfir Turlo skarðið (2738m) sem er haldið yfir. Leiðin er virkilega falleg og stígurinn er mjög sérstakur, en þetta er gömul walser leið sem tengir dalina. Niðurleiðin frá skarðinu og yfir til Macugnaga bæjarins er nokkuð þægileg en löng. Frá Macugnaga verður hægt að taka lyftu upp að Oberto Maroli skálann sem hópurinn gistir í. Þetta er krefjandi dagur sem fer yfir hátt fjallaskarð og endar í skála með stórkostlegu útsýni.
31. júlí (mánudagur)
1. ágúst (þriðjudagur)
Oberto Maroli skálinn - Grächen (1619), 28km, +1070m/-1900m
Þetta er langur dagur! Eftir góða hvíld í skálanum er farið yfir Monte Moro skarðið (2868m), sem markar landamæri Ítalíu og Sviss. Hópurinn lækkar sig niður að Mattmark vatninu og þar er ferðin stytt örlítið með rútu til Saas-Fee bæjarins. Þar fáum við okkur góða hressingu áður en farið er upp á Höhenweg svalaleiðina og er farið úr Saas dalnum yfir í Mattertal dalinn.. Þetta er ótrúleg útsýnisleið og er mikil upplifun að fara um stíga leiðarinnar. Dagurinn endar á góðu hóteli í skíðabænum Grächen sem stendur hátt fyrir ofan Mattertal dalinn.
1. ágúst (þriðjudagur)
2. ágúst (miðvikudagur)
Grächen - Europahutte (2220m) 15km, +1600m/-1000m
Frá Grächen liggur leiðin inn á gönguleiðina Europaweg sem liggur alla leið til Zermat fyrir ofan Mattertal dalinn. Leiðin er talin ein sú fallegasta í Ölpunum og hefur nokkra tæknilega hluta. Leiðin liggur að Europahutte þar sem hópurinn gistir og nýtur stórbrotins fjallaútsýnis.
2. ágúst (miðvikudagur)
3. ágúst (fimmtudagur)
Europahutte - Zermatt, 20km, +900m/-1500m
Síðasti hlaupadagurinn sem er einnig seinni hluti Europaweg leiðarinnar er líklega einn sá allra flottasti. Dagurinn hefst á því að fara yfir þriðju lengstu hengibrú heims! Eftir smá tíma á leiðinni mun Matterhorn blasa við í öllu sínu veldi alla leið til Zermatt. Aukafarangur bíður hópsins á hótelinu og tekur nú við frjáls tími í þessum fallega alpabæ. Hópurinn stefnir á að fara saman út að borða um kvöldið og fagna mögnuðu afreki að hafa lokið TMR leiðinni.
3. ágúst (fimmtudagur)
4. ágúst (föstudagur)
Zermatt - Ferðalag heim
Morgunverður á hóteli. Ferðalag heim. Fararstjórar munu skipuleggja ferðalag frá Zermatt til Genfar flugvallar fyrir þá sem vilja, hvort sem það verður með almenningssamgöngum eða einkaakstri.
4. ágúst (föstudagur)
Q&A

Q&A

No data was found