Tour Monte Rosa 2023

Ferðin er uppseld. Sendið póst á elisabet@natturuhlaup.is til að fara á biðlista. Við kynnum nýja hlaupaferð í Ölpunum með Elísabetu Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé í kringum Monte Rosa fjallgarðinn.  Hlaupaferðin hefst í fræga skíðabænum Zermatt í Sviss en hann stendur rétt fyrir neðan Matterhorn fjallið. Á fyrsta hlaupadegi er farið til Ítalíu yfir Teodulo skarðið og á þriðja hlaupadegi er aftur haldið yfir til Sviss yfir Monte Moro skarðið.

Ferðin er uppseld.

Jul, 2023
Full price:
279.000 kr.
Registration open
Distance:
8 dagar
Ný alpaferð

alpaferð með Náttúruhlaupum

Við kynnum nýja hlaupaferð í Ölpunum með Elísabetu Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé í kringum Monte Rosa fjallgarðinn. Hæsti tindur Monte Rosa, Dufourspitze (4634m) er næst hæsti tindur alpanna á eftir Mt. Blanc. Hlaupaferðin hefst í fræga skíðabænum Zermatt í Sviss en hann stendur rétt fyrir neðan Matterhorn fjallið. Á fyrsta hlaupadegi er farið til Ítalíu yfir Teodulo skarðið og á þriðja hlaupadegi er aftur haldið yfir til Sviss yfir Monte Moro skarðið. Ár hvert er haldið keppnishlaup sem fer sömu leið: Ultra Tour Monte Rosa.

Leiðin er krefjandi og fer um mögnuð stígakerfi, m.a. Grächen–Saas Fee Höhenweg, Europaweg og fornar verslunarleiðir Walser fólksins. Farið er yfir jökul með fjallaleiðsögufólki á fyrsta degi. Á síðasta degi verður farið yfir Charles Kuonen hengibrúna, sem er 494m löng og sú þriðja lengsta í heimi!

Hlaupaleiðin sem verður farin á sex dögum er samtals um 120 km löng og samanlögð hækkun er um 8000 metrar. Þetta er ferð fyrir vana utanvega- og fjallahlaupara og er kostur að hafa reynslu af sambærilegum ferðum t.d. Tour du Mt. Blanc. Gist verður í fjallaskálum í hlaupaferðinni og þarf því að hafa allan aukabúnað á sér allan tímann í góðum hlaupabakpoka. 

Who's fit

Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar hlaupurum sem hafa mikla reynslu af lengri hlaupum og einnig vana fjallahlaupara. Mikill kostur að hafa farið í sambærilega hlaupaferð þar sem dagleiðir eru allt að 20-25km. Tveir fararstjórar verða í ferðinni sem býður upp á að skipta hópnum eftir þörfum.

Ég stefni á að fara í fjallakeppni í sumar/haust. Hentar ferðin mér? Já! Ferðin er tilvalin æfingaferð fyrir alla sem stefna á lengri fjallahlaup t.d. UTMB hlaupin o.fl. Frábært tækifæri til að þjálfa sig í að fara upp og niður langar brekkur í þynnra lofti. Heil vika við þessar aðstæður hefur mikið þjálfunargildi fyrir alla sem vilja bæta fjallahlaupaformið.

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Elísabetar Margeirsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé. Þær eru þaulreyndir utanvegahlauparar og hafa m.a. stýrt saman ferðum á vegum Náttúruhlaupa í kringum Mt. Blanc.

Innifalið í verði:

  • Fararstjórn
  • Gisting í fjallaskálum (4 nætur) og á hótelum (3 nætur).
  • Morgunverður alla daga og 4x kvöldverðir.
  • Leiðsögn yfir jökul með UIAGM fjallaleiðsögumönnum.
  • Lyftupassar fyrir styttingu á hlaupadegi nr. 2.
  • Aðstoð við undirbúning í tengslum við þjálfun og búnað.

Ekki innifalið í verði:

  • Flug, akstur til og frá Zermatt, kvöldverður á degi 1, 5 og 7.
  • Hádegissnarl
  • Drykkir
  • Fararstjóri mun bóka hádegisverði í skálum/bæjum eða skipuleggja nestispásur eftir aðstæðum og þörfum hópsins.
Q&A

Q&A

No data was found