Hlaupaferð í Dólómítana 2023

Náttúruhlaup bjóða upp á spennandi hlaupaferð í Dólómítana. 

Ferðin er uppseld. Áhugasamir hafi samband við ferdir@natturuhlaup.is til að skrá sig á biðlista

Jun, 2023
Full price:
219.000 kr.
Registration is closed
Distance:
7 dagar
Ferð
starts after
00
Days
:
00
Hrs
:
00
Min
Dólómítarnir

Dólómítarnir með Náttúruhlaupum!

Dólomítafjöllin eru sannkölluð útivistarparadís og þar er hægt að hlaupa ótal leiðir á milli fjallaskála í mögnuðu umhverfi. Í þessari ferð verður meðal annars hlaupið um svæði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, til dæmis Tre Cimes og Cinque Torri. Þetta svæði Ítalíu er einnig þekkt fyrir sögu sína frá fyrri heimstyrjöldinni og er gaman að kynna sér hana.

Who's fit

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin er miðlungskrefjandi og þarf fólk að vera í góðri þjálfun til að þola að vera lengi á fótum nokkra daga í röð. Í ferðinni eru fjórir hlaupadagar og einn frjáls dagur. Hlaupaleiðirnar eru frá 10 km með 600 metra hækkun upp í 20 km með 1100 metra hækkun. Flestar leiðirnar bjóða upp á að hægt sé að stytta og verður hópnum skipt eftir hraða sé þess þörf. Þeir sem það kjósa geta sleppt hlaupadegi og notið þess sem Cortina d´Ampezzo hefur upp á að bjóða. Eins verður einn frjáls dagur sem fólki gefst kostur á að verja að vild, m.a. er hægt að leigja sér hjól eða fara í göngutúr á eigin vegum.

Hópurinn hittist á flugvellinum í Munchen á degi eitt og er akstur innifalinn til og frá Cortina d’Ampezzo.

Ítarupplýsingar
HelgaMaria_3
Helga María
Rúna Rut Ragnarsdóttir
Rúna Rut

Fararstjórar

Leiðsögumenn eru þær Helga María Heiðardóttir og Rúna Rut Ragnarsdóttir.

Helga María er mjög reynd leiðsögukona og hefur leiðsagt ófáar ævintýraferðirnar, hún er formaður fjallaleiðsögumanna á Íslandi og mikill náttúruhlaupari. Hún hefur starfað hjá Náttúruhlaupum síðustu ár sem þjálfari, leiðsögukona og skipuleggjandi. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur, er mjög fróð um náttúru, jarðfræði, menningu og sögu Dólómítana og hefur reynslu í leiðsögn á þessu svæði.

Rúna Rut er einn af þjálfurum Náttúruhlaupa og hefur þjálfað hjá okkur síðan árið 2018. Rúna hefur mikla reynslu af hlaupum og hlaupaþjálfun, hún hefur komið að hlaupaþjálfun í Hlaupasamfélaginu, Laugavegsnámskeiði og Ultranámskeiðinu okkar. Rúna Rut hefur hlaupaþjálfara réttindi og hefur einnig verið hlaupafararstjóri hjá okkur áður.

Það má lofa því að það er aldrei leiðinlegt í kringum Helgu Maríu og Rúnu Rut!

Gisting

Gist verður á þriggja stjörnu hóteli í Cortina d’Ampezzo allar næturnar og er morgunmatur innifalinn. Útsýnið þarna er alveg ótrúlegt og um ógleymanlega ævintýraferð er að ræða. Áherslan verður á að njóta og verja deginum saman í hinni stórfenglegu náttúru Dólómítana.

VERÐ:

  • Almennt verð: 219.00 kr. (tveggja manna
    • Staðfestingarverð: 55.000 kr.
  • Verð fyrir ársáskrifendur NH: 209.000 kr.
    • Staðfestingarverð: 45.000 kr
  • Einstaklingsherbergi: 23.000 kr. aukalega (Ath, mjög takmarkað framboð. Hafið samband við ferdir@natturuhlaup.is til að athuga hvort einstaklingsherbergi sé í boði.

Innifalið í verði

  • Gisting með morgunmat á fallegu 3 stjörnu hóteli
  • Sameiginlegur lokakvöldverður
  • Akstur til og frá flugvelli og á hlaupastaði
  • Fararstjórn
  • Aðgangur í kláfa
  • Undirbúningfundur með fararstjórum

 

Ekki innifalið í verði

  • Flug
  • Máltíðir sem ekki eru taldar upp
  • Afþreying á hvíldardegi
  • Önnur þjónusta sem ekki er tekin fram
Pictures

Pictures

Q&A

Q&A

No data was found