Cinque Terre hlaupaupplifun

Cinque Terre, eða Þorpin Fimm, eru afskekkt sjávarþorp í Ítölskum þjóðgarði og eru á lista UNESCO. Þorpin urðu vinsæll ferðamannastaður eftir að þau urðu aðgengileg með lestum á 20. öldinni. Þorpin eru þekkt fyrir ótrúlega fegurð og eru fullkominn áfangastaður fyrir göngu- og hlaupaferðir. Svo má ekki gleyma að Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og frábæran ís. Búast má við um 20-28°C hita í september, svo þetta er tilvalið tækifæri til að framlengja sumarið.

 

 

 
 
IMG 7712

Hreyfing og fegurð

Markmið ferðarinnar er að njóta þess að hreyfa sig í fallegri náttúru. Dagleiðirnar verða á bilinu 10-25 km í fjöllum. Lengstu dagleiðunum er yfirleitt skipt í tvennt þar sem hægt er að fá sér hádegismat og skoða sig um áður en haldið er áfram. Einnig verður í boði að stytta lengstu dagleiðirnar án þess að missa af þorpunum. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við gistum í bænum La Spezia, huggulegum sjávarbæ með skemmtilegum miðbæ. Hótelið er nálægt lestarstöðinni, en lestarferðir verða mikið nýttar. Stefnt er að því að hlaupa alla dagana nema einn, en þá verður hægt að komast á ströndina, versla eða fara í siglingar. Gefnar verða út gpx-skrár af hlaupaleiðunum ásamt slóðanúmerunum sem eiga að fylgja.  

 

 

Fyrir hverja 

Allir sem hafa hlaupið reglulega og eru í formi. Ekki þarf að vera hraður hlaupari. Miða má við að vera a.m.k. 3-5 klst á fótum á hverjum degi, en það verður mikið gengið þar sem um fjöll og mikið landslag er að ræða. Gengið verður upp flest allar brekkur en hlaupið á jafnsléttu og niður á við. Vant göngufólk sem hefur byrjað að hlaupa á einnig að ráða við þessa ferð. Markmiðið er að njóta þess að hreyfa sig í góðu veðri í fallegri náttúru og því ætti enginn að verða útundan. Snilldin er líka að hvern áfangastað er hægt að nálgast með ódýrum opinberum samgöngum. Upplagt er því að taka t.d. maka með sem er ekki hlaupandi og hann getur hitt hópinn á áfangastað. Einnig má auðveldlega sleppa úr hlaupi einn og einn dag. 

 

 

Cinque Terre að kvöldlagi-2
Sex hlauparar hvíla sig fyrir framan skakka turninn í Pisa
Cinque Terre að kvöldlagi
DSC00229
Cinque Terre Náttúruhlauparar veifa
Hlaupasrarnir sitja við borð og bíða eftir matnum

Ferðaáætlun

Dagur 1

– Ferðalag til Písa
– Checkað inn á hótel
– Út að borða saman um kvöldið 

Dagur 2

– Morgunskokk að turninum (~4 km skokk)
– Morgunmatur og checka sig út af hótelinu
– Lest frá Písa kl 10/11 (ca 1 klst lest) til La Spezia
– Losa sig við farangurinn á hótelinu (ca 1 klst)
– 13 km hlaup frá La Spezia til Manarola kl. 13-17
– Manarola bærinn skoðaður 
– Sameiginleg á Nessun Dorma um 17 leytið
– Lest til baka til La Spezia 
– Kvöldmatur í La Spezia um 20 leytið

Dagur 3

Tveir valmöguleika í boði: að hlaupa til Porto Venere eða taka strætó þangað. Allir hlaupa seinna hlaupið (12 km)
1) 14 km fjallahlaup kl. 9-13 + 12 km fjallahlaup kl. 14-18
2) 12 km fjallahlaup (kl. 14-18)

– Þeir sem skokka fyrra hlaupið leggja af stað um morgunin frá La Spezia á meðan hinir skoða La Spezia um morguninn og taka svo strætó til Porto Venere (20-30 mín akstur)
– Báðir hópar sameinast í Porto Venere um 12 leytið og skoða bæinn.
– Allir hópurinn skokkar svo frá Porto Venere til Riomaggiore (12 km 14-18). Bærinn skoðaður áður en lestin er tekin aftur til La Spezia.
– Kvöldmatur í La Spezia

Dagur 4

– Lest um morguninn til Riomaggiore
– 10km fjallahlaup með 800m hækkun (Riomaggiore -> Corniglia)
– Hádeigismatur í Corniglia
– Fjallahlaup/ganga seinnipartinn: Corniglia -> Vernazza -> Monte Rosso 7km með 500 m hækkun
– Stutt stopp (15-30 mín) í Vernazza (farið niður á bryggju)
– Stoppum í Monte Rosso, hægt að leggjast í sólbað eða fara í sjóinn
– Lest til baka til La Spezia
– Kvöldmatur í La Spezia   

Dagur 5

– Hvíldardagur – hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl.
– 10-15 km fjallahlaup í nágreni La Spezia fyrir þá sem vilja, mikið af leiðinni búið að fara áður.

Dagur 6

– Lest til Monte Rosso
– Hlaupið til Levanto, 8-10 km
– 10-15 km fjallahlaup fyrir norðan Levanto fyrir þá sem vilja
– Lest til baka til La Spezia–stoppað í 1-2 af þorpunum 5 á leiðinni og þau skoðuð betur.
– Kvöldmatur í La Spezia  

Dagur 7

Dagsferð til Portofino skagans: 

– 1 klst lest til Rapallo
– 12-20 km fjallahlaup um Portofino skagann. Förum í flesta bæina og útsýnisstaði. 
– Lest til baka til La Spezia að degi loknum

Dagur 8

– Checkað út af hóteli
– Ferðalag heim

Innifalið

  • Gisting – 6 nætur í La Spezia og ein nótt í Písa, alls 7 nætur.
  • Matur – hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur). Fólk þarf sjálft að kaupa drykki aðra en vatn með matnum. Fólk greiðir sjálft fyrir hádeigismat og millimál.
  • Allar samgöngur – Lestir og strætó
  • Fararstjóri / leiðsögn allar leiðirnar
  • Dagspassi í Cinque Terre (bara þennan 1 dag sem við ætlum að nota hann)  

 

Ekki innifalið

  • Flug til og frá Pisa
Litrík hús í Cinque Terre
Ingvar og Ingibjörg sitja saman í halla

Fararstjórar

Ingvar og Ingibjörg á Cinque Terre svæðinu

Ingvar Hjartarson og Ingibjörg Tómasdóttir verða fararstjórar ferðarinnar.  

Þau eru bæði í námi á Ítalíu og þekkja vel til svæðisins og ítölsku menningarinnar. Ingvar hefur verið leiðtogi í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa síðan 2017 ásamt því að þjálfa skokkhópa og byrjendanámskeið hjá Skokkhópi Fjölnis. Ingvar var einnig fararstjóri í Elbu-ferðinni hjá Náttúruhlaupum 2019. Ingvar hefur verið á hlaupum síðan 2010 og er reyndur utanvegahlaupari. Hann á að baki glæsilegan hlaupaferil en nú í sumar fór hann á heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum.  

Ingibjörg byrjaði að hlaupa 2019 og hefur ferðast mikið um svæðið. Hún ætlar að sjá til þess að enginn verði skilinn eftir og að ferðin verði við allra hæfi.

Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast dagatal. Veljið dagsetningu ferðar. Veljið svo almennt verð eða ársáskrifendur Náttúruhlaupa eftir því sem við á. 

Einstaklingsherbergi má bæta við seinna í skráningarferlinu, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.

Ef hætta þarf við ferðina vegna Covid-19 faraldursins eða viðkomandi kemst ekki af ástæðum tengdum sóttvarnarreglum, verður gjaldið að fullu endurgreitt.

NH logo 2020