Hvað eru utanvegahlaup? Utanvegahlaup er íslensk þýðing á enska hugtakinu “trail run”. Hugtakið felur í sér að ekki sé hlaupið á malbikuðu undirlagi heldur á náttúrustígum, slóðum og fjall-lendi. Orðið „utanvegahlaup“ hefur fest sig í sessi í íslenskri tungu og er almennt notað til að lýsa þessari tegund hlaupa. Hvað eru Náttúruhlaup? Náttúruhlaup er undirheiti [lestu meira…]
Varðandi áhrif Covid-19 á starfsemi Náttúruhlaupa Kæru þátttakendur og áskrifendur og aðrir velunnarar Náttúruhlaupa, Líkt og margir í þjóðfélaginu þá höfum við í Náttúruhlaupum áhyggjur af þeirri óvissu sem ríkir vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Okkur er mjög annt um heilsu og líðan þátttakenda og munum fylgjast vel með þróun mála. Nú hefur verið sett samkomubann [lestu meira…]
Kynningarkvöld Náttúruhlaupa Kynningarkvöld Náttúruhlaupa verður haldið mánudagskvöldið 2. desember kl. 20:00 í verslun 66°Norður Faxafeni. Elísabet Margeirs og Birkir Már Kristinsson kynna Náttúruhlaupin, uppbyggingu grunnnámskeiða, hlaupasamfélagið og ferðir 2020 á opnu kynningarkvöldi. Einnig segir Elísabet stuttlega frá undirbúningsnámskeiðinu fyrir Laugavegshlaupið 2020. Grunnnámskeið og Ultra námskeið Nýtt sex vikna gunnnámskeið í náttúruhlaupum hefst 4. janúar 2020. [lestu meira…]
Næsta grunn námskeið hefst 7. september. Búið er að opna fyrir skráningu. Nánari upplýsinga má finna hér. Hlaupasamfélagið byrjar líka aftur 7. september. Fyrir þá sem ætla að skrá sig í hlaupasamfélagið má velja á milli árs áskriftar og þriggja mánaða áskriftar (hlaupatörn). Nánari upplýsinga má finna hér.
Ný og spennandi ferð verður farin 2020: Everest Maraþon í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Tenzing Hillary Everest Maraþonið er alþjóðlegur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr Grunnbúðum Everst, 42 km leið niður í Namche Basar, höfuðstað Sherpana. Boðið verður upp á 60 km ultra maraþon, 42 km maraþon og 21 km hálfmaraþon. Í ferðinni er [lestu meira…]
Í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa er komin ný leið sem við köllum Hlaupatörn. Hún felst því að hlaupið er í þrjá mánuði í senn þar sem fyrsta hlaupatörn hvers árs fer fram í janúar til mars. Næsta törn fer fram í apríl til júní og þriðja hlaupatörnin fer fram í september til nóvember. Þar sem þetta er [lestu meira…]
Skráning í hlaupasamfélagið lokuð Nú höfum við lokað fyrir skráningu í hlaupasamfélagið en hún opnar aftur í lok janúar. Í hlaupasamfélaginu tökum við pásu frá upplifunaræfingum (laugardagar) í des. og jan. en gæðaæfingarnar halda áfram. Síðasta gæðaæfingin á þessu ári verður 11. desember en svo halda þær áfram strax eftir áramót. Námskeið í janúar Hefðbundin [lestu meira…]
Nú styttist í Fimmvörðuháls ferðina en hún verður farin 25. ágúst. Enn eru laus pláss í þessa geggjuðu dagsferð og við hvetjum ykkur að stökkva á dásemdina!
Við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvenær haustnámskeiðið hefst. Það byrjar laugardaginn 1. september. Best er að skrá sig á póstlistann okkar, þá fáið þið að vita um leið og opnar fyrir skráningu. Hlaupasamfélagið byrjar líka 1. september en það er hugsað fyrir þá sem hafa verið áður á námskeiði eða vana hlaupara sem hafa [lestu meira…]
- 1
- 2