Ný tegund keppnishlaups á Íslandi:
Bakgarður Náttúruhlaupa
Skráning BAkgarðurinn er fyrir alla
Í anda Náttúruhlaupa geta allir verið með. Þú þarft aðeins að treysta þér til að fara 6,7 km á einum klukkutíma. Hversu oft þú gerir það, er undir þér komið 😁
Náttúruhlaupahringurinn er fyrir þá sem vilja frekar fara einn 6,7 km hring á tímatöku.
Bakgarður Náttúruhlaupa – Iceland Backyard Ultra
Verður haldinn í annað skiptið laugardaginn 18. september 2021. Keppnin verður hefðbundið bakgarðshlaup og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupin verður 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring.
Þessi keppni snýst ekki um hraða. Áherslan er á að njóta náttúrunnar og félagsskapsins. Á milli hringja verður einstök stemmning. Sá sem síðast yfirgefur partýið sigrar 😀
Hvað eru bakgarðshlaup (Backyard Ultra)?
Bakgarðshlaup eru tegund ofurhlaupa þar sem þátttakendur verða að hlaupa 6706m (4,167 mílur) á innan við klukkutíma. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Þetta er endurtekið á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari er eftir í brautinni og klárar síðasta hringinn einn. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km)
UPPLÝSINGAR
Staðsetning: Elliðabær, Heiðmörk
Tímasetning: Keppnin hefst kl. 9:00, laugardaginn 18. september
Hlaupaleið: 6,7km hringur í Heiðmörk, byrjar og endar við Elliðavatnsbæ
Vegalengd: Þú hleypur eins marga hringi og þú getur!
Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km innan klukkutíma
Úrslit: Allir sem taka þátt í Bakgarðshlaupinu fá skráða fjölda hringja
og vegalengdina sem þeir klára
Hlaupaleiðin:

Sjá nákvæmt kort og gpx skrá af hlaupaleiðinni hér
Skráning Náttúruhlaupahringurinn
Einnig verður hægt að keppa í einum hring (6,7km) með tímatöku og hefst sú keppni á sama tíma og Bakgarðurinn. Upplagt fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Verðlaun
Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt og sérstök viðurkenning fyrir þá sem klára 4 hringi (26,8km), 8 hringi (53,6km), 12 hringi (80,4), 15 hringi (100,5) og 24 hringi eða lengra (160,8km). Sá sem klárar Bakgarðshlaupið fær glæsileg verðlaun og viðurkenningu.
Drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Elliðavatnsbæ. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks allan daginn fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.
Skráning opnar fljótlega á Netskráning.is. Skráningu lýkur á miðnætti 18. september að því gefnu að hlaupið verði ekki orðið fullt (500 þátttakendur samtals í báðum vegalendum). Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar.
Verð:
Einn hringur með tímatöku: 2.500 kr.
Bakgarður Náttúruhlaupa: 9.900 kr.
Athugið að ársáskrifendur Náttúruhlaupa fá 10% afslátt.
Innifalið í skráningu:
- Keppnisnúmer, brautarvarsla og tímataka
- Hressing og veitingar á drykkjarstöð og í lok hlaups
- Þátttökuviðurkenningar
Undirbúningsnámskeið/keppnir undir keppnis- og ofurhlaup á vegum Náttúruhlaupa:
Bakgarður Náttúruhlaupa (ekki námskeið heldur keppni)
Landvættir Náttúruhlaupa
Laugarvegsnámskeið
Ultra prógram
Skipuleggjendur keppninnar: Náttúruhlaup og Arctic Running
Nánari upplýsingar veita: Elísabet Margeirsdóttir (elisabet@natturuhlaup.is) og
Helga María Heiðarsdóttir (helgamaria@natturuhlaup.is)
Fáðu Fréttir af Náttúruhlaupum
Skráðu þig í Náttúruveituna