Ótrúlegt landslag
Fossar. Hraun. Jökull. Fjallasýn. Skóglendi.
Leiðin er eru engu lík.
Leiðin um Fimmvörðuháls er ein fegursta gönguleið landsins. En hún er ekki síður vinsæl hlaupaleið. Nú er í fyrsta sinn tækifæri til að taka þátt í keppnishlaupi um Fimmvörðuháls.
Hvort sem áherslan er á að ná góðum tíma eða einfaldega njóta upplifunarinnar, verður svakalegt hlaupapartý laugardaginn 14. ágúst 2021
Fimmvörðuhálshlaupið verður haldið í fyrsta skiptið laugardaginn 14. ágúst.
Hlaupið verður frá Skógum að Volcano Huts í Húsadal. Leiðin er um 28 km með 1000 m. hækkun og
Bakgarðshlaup eru tegund ofurhlaupa þar sem þátttakendur verða að hlaupa 6706m (4,167 mílur) á innan við klukkutíma. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Þetta er endurtekið á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari er eftir í brautinni og klárar síðasta hringinn einn. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km)
Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt og sérstök viðurkenning fyrir þá sem klára 4 hringi (26,8km), 8 hringi (53,6km), 12 hringi (80,4), 15 hringi (100,5) og 24 hringi eða lengra (160,8km). Sá sem klárar Bakgarðshlaupið fær glæsileg verðlaun og viðurkenningu.
Drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Elliðavatnsbæ. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks allan daginn fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.
Skráning opnar fljótlega á Netskráning.is. Skráningu lýkur á miðnætti 18. september að því gefnu að hlaupið verði ekki orðið fullt (500 þátttakendur samtals í báðum vegalendum). Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar.
Einn hringur með tímatöku: 2500 kr.
Bakgarður Náttúruhlaupa: 8500 kr.
Athugið að ársáskrifendur Náttúruhlaupa fá 10% afslátt.